Styrkir úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar

auglysing_fra_menningarsjo_i_akureyrarbaejar.jpg

Stjórn Akureyrarstofu úthlutar styrkjum úr Menningarsjóði og er hlutverk hans að styrkja liststarfsemi og aðra menningarstarfsemi á Akureyri.

Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9, og er hægt að nálgast þar umsóknareyðublöð eða á slóðinni www.akureyri.is/auglysingar/adrarumsoknir. Þess skal vandlega gætt að allar umbeðnar upplýsingar komi fram.

Umsóknir sem borist hafa sjóðnum frá áramótum verða afgreiddar með þeim umsóknum sem berast fyrir auglýstan umsóknarfrest.

Umsóknarfrestur er til 4. mars 2011.

Upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnastjóri á Akureyrarstofu, í síma 460 1157 eða í netfanginu huldasif@akureyri.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband