Nýlistasafnið auglýsir eftir umsóknum fyrir sýninguna „Grasrót 2011“



NÝLISTASAFNIÐ


GRASRÓT 
2011


Samsýning yngri kynslóðar myndlistarmanna.


Nýlistasafnið auglýsir eftir umsóknum fyrir sýninguna „Grasrót 2011“,

sem áætlað er að verði opnuð 3. September 2011.

Sýningaröðin „Grasrót“ var sett á laggirnar í Nýlistasafninu árið 2000 og hefur verið sett upp árlega til ársins 2008, utan ársins 2007. Nú hefst þessi sýningaröð aftur en áhersla er lögð á verk yngri kynslóðar upprennandi myndlistarmanna íslenskra listamanna/búsettra á Íslandi. Nánari upplýsingar á heimasíðu Nýlistasafnsins:  
www.nylo.is


Umsóknarskilyrði: BA-gráða (2011 eða fyrr) eða nýleg MA-gráða í myndlist eða sambærileg menntun.

Þriggja manna valnefnd, skipuð af stjórn Nýlistasafnsins, mun fara í gegnum umsóknir. Nafn sýningarstjóra sýningarinnar verður kunngjört að umsóknarferli loknu.

Myndefni af 6-10 verkum og útskýringar (stærðir, efni, ártal) sendist á:
application@nylo.is merkt „Grasrót 2011“. 

Myndir má annað hvort senda sem eitt pdf skjal eða sem stök pdf eða jpg skjöl. Æskilegt er að stærð stakra skjala sé ekki meira en 300 KB hvert. 
Myndbandsverk má koma með/senda á vel merktum dvd-diski í Nýlistasafnið, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík, berist fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 1. mars. 

Frestur til að fylla út umsóknareyðublaðið og senda fylgiskjöl er til 1. mars 2011. Mikilvægt er að umsókn og öll fylgiskjöl berist innan réttra tímamarka. Ekki verður tekið við umsóknum sem berast eftir miðnætti þann 1. mars 2011.

Ýtið hér til að fara inn á umsóknareyðublaðið á heimasíðu safnsins: 
Umsóknareyðublað



NÝLISTASAFNIÐ
Skúlagötu 28
101 Reykjavík



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband