Málverkasýning Ragnars Kjartanssonar og Snorra Ásmundssonar í 002 Gallerí

raggiogsnorri.jpg

Myndlistarmennirnir Ragnar Kjartansson og Snorri Ásmundsson, sýna í 002 Gallerí um næstu helgi.Ragnar og Snorri eru þekktir fyrir gjörninga sína og myndbandsverk, en sýna báðir málverk að þessu sinni. Ragnar hefur að undanförnu brugðið sér í Kraftgallann og málað utandyra myrka morgna á Reykjavíkursvæðinu, en Snorri mun sýna málverk af ballerínum.

Sýningin opnar klukkan 14, laugardaginn 5. febrúar og er opin til 17 á laugardag og sunnudag. Gallerí 002 var opnað í haust í íbúð Birgis Sigurðssonar, rafvirkja og myndlistarmanns, í íbúð hans, 002 að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði og er þetta fjórða sýningin í þessu óvenjulega sýningarrými. Athugið að sýningin er aðeins opin þessa einu helgi.

 

 


Gallerí 002

Birgir Sigurðsson

Þúfubarði 17

Hafnarfirði

Sími 8673196

http://002galleri.blogspot.com

002galleri@talnet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband