Listasafn ASÍ auglýsir eftir umsóknum um sýningaraðstöðu í safninu á árinu 2012

ResourceImage

 

Hér með er auglýst eftir umsóknum um sýningaraðstöðu í Listasafni ASÍ á árinu 2012. Umsóknarfrestur er til 21. febrúar 2011. Listráð Listasafns ASÍ sem skipað er forstöðumanni safnsins auk tveggja fagaðila fer yfir umsóknir og úthlutar sýningaraðstöðu. Sýningaraðstaða í safninu er án endurgjalds. Sjá nánar um skilmála á heimasíðu safnsins  www.listasafnasi.is. Safnið/upplýsingar fyrir listamenn.

Alls eru þrjú sýningarrými safnsins til úthlutunar: Ásmundarsalur, Gryfja og Arinstofa. Tilgreina þarf hvaða sýningarrými sótt er um, en hægt er að sækja um einstaka rými eða öll saman.

Umsækjendur eru beðnir um að senda inn vandaða umsókn með upplýsingum um náms- og sýningarferil, myndum af verkum og gera auk þess grein fyrir sýningarhugmynd sinni.

Skriflegar umsóknir sendist til:

Listráð, Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41, 101 Reykjavík.

Einnig er hægt að senda inn rafrænar umsóknir á listasi@centrum.is

Stefnt er að því að úthlutun verði lokið fyrir 15. apríl 2011

 

Nánari upplýsingar á heimasíðu safnsins eða hjá starfsmönnum safnsins í síma síma 511-5353  Einnig er hægt er að senda fyrirspurnir á: listasi@centrum.is eða asiinfo@centrum.is

 

f.h. Listráðs Listasafns ASÍ

Kristín G. Guðnadóttir, forstöðumaður

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband