Kristinn G. Jóhannsson sýnir Litbrekkur

malverk2011_021.jpg

Litbrekkur nefnir Kristinn G. Jóhannsson sýningu sína sem hann opnar í Grófargili laugardaginn 15.janúar kl. 15:00. (Áður Jónas Viðar Gallery)

Um sýninguna segir Kristinn: "Ég er enn genginn í brekkurnar og ef einhvern tíma hafi mátt telja það til staðfestu og sem  einlægt samtal við átthagabrekkur sem voru og eru, kann nú að vera komið að lokum þessa könnunarleiðangurs sem , eins og mörg ykkar muna, hófst með sýningunni “Um Búðargil og brekkurnar”  og svo komu “Sumarbrekkur”, “Haustbrekkur”, “Vetrarbrekkur” og “Vorbrekkur”. Ef til vill er nú nóg sótt í þetta yrkisefni og “Litbrekkur”, þessar hér, verði síðasta erindi þessa bálks. Ég hefi einatt haldið því fram að málverk þarfnist ekki útskýringa eða orðavaðals en hefi svo sjálfur sett á langar romsur um þau, þvert á fullyrðingar mínar um þarfleysi þess. Nóg komið af því líka, en hér eru brekkurnar  og ráði nú hver í með sínum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband