Málþing Myndlistarfélagsins: ERU SKÓLARNIR SKAPANDI?

mynd_logo_1036390

ERU SKÓLARNIR SKAPANDI?

Málþing Myndlistarfélagsins verður haldið á RUB í Kaupvangstræti á Akureyri, laugardaginn 20. nóvember kl.14:00-17:00.

Framsögumenn verða Kristinn G Jóhannsson, Kristín Dýrfjörð, Ragnheiður Þórsdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Þorvaldur Þorsteinsson einnig mun Ivar Hollanders tala um upplifun sína af skólakerfinu.  Fundarstjóri verður Ingibjörg Auðunsdóttir.


Stjórn Myndlistarfélagsins telur þetta þarfa umræðu að öll skólastigin mætist og velti fyrir sér tilgangi myndlistarkennslu og hvernig henni er háttað í dag.

Málþingið verður  á Alþjóðadegi barna og mun Myndlistarfélagið  jafnframt standa fyrir sýningu á verkum barna í Sal Myndlistarfélagsins.

Vinsamlegast skráið þátttöku á netfang: bilda@simnet.is fyrir 15. nóv.
Allir velkomnir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband