Guðrún Hadda Bjarnadóttir opnar sýningu á Café Karólínu

snagasyning.jpg

Guðrún H. Bjarnadóttir

Snagar línur á vegg

06.11.10 - 03.12.10

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

Guðrún Hadda Bjarnadóttir opnar sýninguna “Snagar línur á vegg” á Café Karólínu laugardaginn 6. nóvember kl. 15:00. Sýningin stendur til 3. desember og eru allir velkomnir.
Guðrún Hadda nam vefnað við KomVox í Svíþjóð 1981-83 og við Eskilstuna folkshöskola 1986-87. Hún stundaði nám í málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri 1987-91 og í kennaradeild Listaháskóla Íslands 2006-07.
Hún hefur rekið ásamt öðrum vinnustofur og gallerí og tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýninga í gegn um árin. Hún segir um sýninguna á Karólínu: 
"Herðatré breytast í snaga sem mynda línur á vegg. Línuteikning, handverk, nytjalist, list eða endurnýting? Gestir hanga á veitingahúsi eftir að hafa hengt yfirhöf á snaga."

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Hadda í síma 899-8770 og í tölvupósti: hadda@simnet.is

Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.


Næsta sýning á Café Karólínu:           

04.12.10 - 07.01.11        Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir

hadda.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband