Listveisla frá Safnasafninu í Aðalstræti 10

image-4.jpg

 

Þann 29. október voru opnaðar tvær nýjar sýningar í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10:

 

Listveisla 1 frá Safnasafninu, Svalbarðsströnd og ICELANDIC SOFTWARE, sýning Bjargeyjar Ingólfsdóttur

 

Sýningarnar standa til 10. nóv. og er opið alla virka daga frá 9-18 og 12-17 um helgar.

 

 

Listveisla 1 frá Safnasafninu, Svalbarðsströnd

 

„Listveisla 1”, sýning frá Safnasafninu Svalbarðsströnd verður opnuð föstudaginn 29. okt. á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Aðalstræti 10 í elsta húsi Reykjavíkur.

 

„Listveisla 1”er 22 listaverk í hirslu eftir 22 listakonur. Hirslan er fjölfeldi í 50 eintökum.

 

© hugmynd: Níels Hafstein; höfundar verka

 

Útgefandi: Safnasafnið, 2010

 

Umsjón: Harpa Björnsdóttir, Níels Hafstein

 

 

 

Höfundar: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Andrea Maack, Anna Hallin, Anna Líndal, Arna Valsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Elsa Dórothea Gísladóttir, Gjörningaklúbburinn, Guðbjörg Ringsted, Harpa Björnsdóttir (hirsla), Hekla Dögg Jónsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Magnhildur Sigurðardóttir, Olga Bergmann, Ólöf Nordal, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí, Sigríður Ágústsdóttir, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir

 

 

„Listveisla 1”er styrkt af Hlaðvarpanum, Menningarsjóði kvenna, einnig Menningarráði Eyþings og Rarik

 

Höfundar fá eina hirslu hver, hinar verða seldar (kjörið tækifæri fyrir safnara, fólk sem vill breyta til, er að hefja búskap).

 

 

 

 

 

 

ICELANDIC SOFTWARE

 

Bjargey Ingólfsdóttir sýnir í Fógetastofunum, Aðalstræti 10.

 

 

Formæður okkar og forfeður hafa í gegnum aldirnar beitt hugviti sínu og verkfærni til að nýta sem best ull sauðkindarinnar til að halda á sér hita í vondum veðrum og köldum húsakynnum.

 

Þessi mjúki auður er umhverfisvænt hráefni og nú sem fyrr reynir á sköpunarkraft og verkkunnáttu að gera eftirsóknarverð verðmæti úr ullinni og ekki síst sauðagærunni.

 

Á sýningunni “Icelandic Software” má meðal annars sjá verkið „Féþúfuna” en „Féþúfan” er fyrir stofnfjáreigendur fósturjarðarinnar sem vilja ekki láta aðra hafa sig að féþúfu.  Í botni þúfunnar er fjársjóðshirsla.  Eigandinn sér sjálfur um sínar innistæður,  uppgreiðslur og niðurgreiðslur. Það má búast við því að hver sá sem kemst í tæri við féþúfuna verði loðinn um lófana.

 

Stærsta Féþúfan var valin inn á sýninguna NORDIC MODELS+COMMON GROUND sem nú stendur yfir í Scandinavian House í New York.

 

 

Sýningarstjóri er Birgir Rafn Friðriksson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband