18.10.2010 | 11:22
Ný stjórn Myndlistarfélagsins og frá aðlafundi
Aðalfundur Myndlistarfélagsins laugardaginn 9. okt. 2010 kl. 18:00.
Fundarstjóri var Hallgrímur Ingólfsson.
Brynhildur Kristinsdóttir las skýrslu stjórnar
Félagið sendi frá sér opið bréf í apríl þar sem það mótmælti niðurskurði á starfslaunum listamanna. Stjórn Myndlistarfélagsins lýsti einnig yfir áhyggjum sínum vegna skerðingar á öðrum styrkjum til menningarmála og listaverkakaupa.
Í lok apríl stóð félagið fyrir opnum kynningarfundi í Deiglunni þar sem fulltrúar flokkanna kynntu meðal annars stefnu sína í menningar málum og svöruðu spurningum Myndlistarfélagsins.
Myndlistarfélagið og Menningarmiðstöðin í Listagili tóku þá sameiginlegu ákvörðun í maí 2010 að Myndlistarfélagið skyldi standa fyrir einni sýningu á Listasumri árlega sem þátt í segja sögu myndlistar á Akureyri fyrr og nú. Fyrsta sýningin var sett upp í júlí 2010 þar sem sýnd voru verk málaranna Guðmundar Ármanns og Kristins G. Jóhannssonar. Með þessu samkomulagi vilja samningsaðilar að myndlist á Akureyri verði hafin til vegs og virðingar um ókomin ár.
Félagið stóð fyrir kynningu á Myndlistarfélaginu og sýndi af því tilefni verk 62 myndlistarmanna auk þess stóð félagið fyrir útgáfu bæklings í samstarfi við Hof þar sem rakin er saga myndlistar á Akureyri og Myndlistarfélagið kynnt.
Myndlistafélagið hefur skrifað undir áframhaldandi samning við Akureyrarstofu um rekstur á Boxinu.
Myndlistarfélagið undirbýr nú málþing sem ber yfirskriftina ERU SKÓLARNIR SKAPANDI Þar koma fram fimm framsögumenn sem munu meðal annars tala um myndlistarkennslu, hvernig kennslu er háttað í skólum og hvernig myndlistarkennsla þróast og hvert hún stefnir.
GALLERÍ BOX OG SALUR MYNDLISTARFÉLAGSINS
Sigríður Ágústsdóttir las skýrslu sýningarnefndar
Sýningar 2010 eru eftirfarandi:
16. jan. - 7. feb. Súpan, sjálfsmyndir
13. mars - 5. apríl Duftker, samsýning leirlistafélagsins.
15. maí - 6. jún. Hlíf Ásgrímsdóttir Innlyksa, Helena Renard, BNA, Envelope.
3.- 25. júl. Grálist, samsýning tíu myndlistarmanna
28. ágúst - 19. sept. opnun á Akureyrarvöku
Guðrún Pálína í salnum og
Kristján Pétur í Boxi
23. sept. Habbý Ósk, myndbandsverk.
23. okt. - 14. nóv. Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, sal
Melkorka Huldudóttir, Boxi
20. nóv. Sýning á verkum barna í tengslum við málþing.
26. - 28. nóv. Útskriftarnemar VMA
4. des - 23. des Lind Völundardóttir og
Marijolijn van der Meij
Kosning stjórnar:
Brynhildur Kristinsdóttir formaður
Joris Rademaker varaformaður
Dagrún Matthíasdóttir gjaldkeri
Lárus H List
Pálína Guðmundsdóttir
Laufey Margrét Pálsdóttir varamaður
Helgi Vilberg Hermannsson varamaður
Áherslur félagsins sem eru:
1. Að efla samtök myndlistarmanna og vera málsvari þeirra.
2. Að bæta kjör og starfsgrundvöll myndlistarmanna og gæta hagsmuna þeirra.
3. Að efla umræðu, þekkingu og fræðslu um myndlist.
4. Að auka myndlist á Norðurlandi og koma á samstarfi við opinbera aðila á svæðinu.
5. Að standa fyrir sýningum á verkum félagsmanna.
6. Að koma á samstarfi við listamenn erlendis sem og hér á landi.
Stjórnin óskar eftir tillögum frá ykkur varðandi áherslur á komandi starfsári
Bestu kveðjur
Stjórnin
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.