30.9.2010 | 07:09
Myndlistarmenn opna vinnustofur sínar fyrir öllum áhugasömum á Degi myndlista 2. okt. 2010
Myndlistarmenn opna vinnustofur sínar fyrir öllum áhugasömum á Degi myndlista
þann 02 október. Í ár verða vinnustofurnar opnar 13:00 - 17:00 (nema annað komi fram)
Opnar vinnustofur listamanna árlega út um allt land gefa almenningi kost á að skoða
vinnuaðstöðu og verk, spjalla beint við listamenn og fræðast um starfið.
Þannig gefum við listamönnum einnig kost á því að kynna starf sitt fyrir almenningi,
veita þeim einstaka upplifun og víkka sýn á myndlist og vinnunni sem fer frambak við
tjöldin.
Á vefsíðunni reynum við að auðvelda leitina að vinnustofum til að heimsækja með
því að vera með sérstakt kort þar sem allar vinnustofur eru merktar með rauðum punkti.
Hægt er að smella á punktinn til að fá upplýsingar um vinnustofuna og fá leiðbeiningar
um hvernig sé best að komast að vinnustofunni með því að skrifa inn staðsetningu þína
og kortið vísar þér að vinnustofunni.
Aðalbjörg Kristjánsdóttir og Hallmundur Kristinsson verða með
opnar vinnustofur sínar í Litalandshúsinu. Furuvöllum 7, 600 Akureyri
frá kl 13 - 17. Verið velkomin.
Listi yfir opnar vinnustofur
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 07:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.