Framundan hjá Myndlistarfélaginu

P1010163

Framundan hjá Myndlistarfélaginu er eftirfarandi:


•    Opnar vinnustofur á degi myndlistar laugardaginn 2. okt.
 Dagur myndlistar er haldin til að kynna starf myndlistarmannsins og
þannig vonandi auka grunnþekkingu almennings á viðamiklu starfi
hans. Fókusinn er meira á listamönnunum sjálfum og vinnunni á
bak við verkin.
Þeir listamenn sem ætla að taka þátt í verkefninu og vera með opna
vinnustofu endilega láta vita með því að senda  stutta línu á
kr.gudjohnsen@gmail.com með fullu nafni og nákvæma staðsetningu á
vinnustofunni þannig að réttar upplýsingar fari á vefsíðuna.


•    Aðalfundur Myndlistarfélagsins og árshátíð í Húna 9. okt.
Brynhildur, Laufey Margrét, Dagrún og Lárus List ætla taka að sér að
skipuleggja árshátíð og er áætlað að hún verði haldin í Húna þar sem elduð verður fiskisúpa,
spiluð tónlist og ljós munu loga langt fram á kvöld.


•        Myndlistarfélagið mun halda  málþing Alþjóðadegi  barna 20. nóv. sem ber yfirskriftina: „ERU SKÓLARNIR SKAPANDI„.
  Hugmyndin er sú að vinna út frá úttekt sem gerð var á listgreinakennslu í íslenskum skólum af Anne Bamford.

Bestu kveðjur
Stjórn Myndlistarfélagsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband