Stefán Boulter sýnir í Norræna húsinu

 mystarlo.jpg
 
Andlit og skuggar
Nú stendur yfir Sýning Stefáns Boulter í Norræna húsinu Andlit og skuggar.
Sýningin opnaði 21.ágúst og líkur sýningunni 15. sept. 2010.
Sýningin er opin frá kl 12-17 alla daga. Lokað mánudaga.

Hann sýnir þar 37 verk, málverk og grafík unnin á síðast liðnum tveim árum. Viðfangsefni Stefáns er fólk,landslag, dýr og hlutir, þetta er heimur túlkaður í formi málverka, ljóðrænt raunsæi eða það sem hefur verið kallað Kitsch. Kitsch hefur verið lýst þannig að þar sé áhersla frásögnina og að ná tilfinningalegu sambandi við áhorfandann, það sem Grikkirnir kölluðu Pathos. "Kitsch er ávallt laust við kaldhæðnina og endurspeglun samtímans sem einkennt hefur hefðbundna samtímamyndlist.
Ég bý til leikmynd og síðan mála ég hana og umbreyti, þannig að þetta eru eins og glefsur úr sögum en við fáum aldrei alla söguna, þannig virka verkin oft kunnuglega án þess að maður viti nákvæmlega hvaðan sá kunnugleiki kemur, sem eru í raun erkitýpur."

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband