Þrjár sýningar opna í Listagilinu á vegum Listasumars

ketilhus3

Á laugardaginn 28. ágúst opna þrjár sýningar í Listagilinu á vegum
Listasumars á Akureyri.

Í Ketilhúsinu kl. 14:00 opna Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðrún Hadda
Bjarnadóttir sýninguna "Rabbabari". Hér er á ferðinni einstök sýning, þar
sem rabbabari er viðfangsefnið í allri hugsanlegri og óhugsanlegri mynd,
s.s. þurkaður rabbabaraskúlptúr á vegg, ofinn rabbabari í hör, dúkar, teppi
og uppskriftabækur, málverk og ljósmyndir af rabbabara, leirílát í litum
rabbabarans undir afurðir rabbabarans s.s. saft, grauta og sultur og fleira
og fleira. Nýtíndur rabbabari verður í boði utandyra fyrir gesti og gangandi
að smakka og geta gestir fengið sykur til að dýfa í. Sýningin stendur til
12. september og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17.

Í Deiglunni kl. 14:00 opnar Ragnheiður Guðmundsdóttir (Heiða),
ljósmyndasýninguna "Börn" og er viðfangsefni eins og yfirskriftin segir
ljósmyndir af börnum frá því þau eru nokkurra daga gömul og uppúr. Sýningin
stendur til og með sunnudeginum 29. ágúst og verður opin fram til miðnættis
á laugardag og á sunnudag kl. 13-17.

Milli Ketilhússins og Listasafnsins kl. 14:30 verður formleg opnun á
ljósmyndasýningu Gísla B. Björnssonar og Önnu Fjólu Gísladóttur "Litróf".
Samtímis kemur út ný 400 mynda ljósmyndabók eftir þau feðgin og verður hún
afhent við hátíðlega athöfn.

www.listagil.akureyri.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband