Loka útkall! Umsóknir fyrir gestavinnustofur Skaftfells 2011

Skaftfell_holl_copy-500x246

 

Opið fyrir umsóknir til 1. september 2010

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi auglýsir eftir umsóknum í gestavinnustofur á árinu 2011.

Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna, heimamanna og gesta. Að búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Að búa listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi þar sem allt er hægt.

Þó svo að gestavinnustofur Skaftfells séu fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn þá eru teknar til greina umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í aðra miðla en á forsendum myndlistar. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séðar.

Breyting hefur orðið á fyrirkomulaginu frá fyrri árum. Nú eru 3 hús á Seyðisfirði í boði fyrir gestalistamenn; Gestavinnustofan í Skaftfelli, Hóll við Vesturveg og Járnhúsið við Fossgötu. Dvalartími er frá 1 upp í 6 mánuði.

Allar frekari upplýsingar og umsóknareiðublað má finna á http://skaftfell.is

 

FINAL CALL FOR APPLICATIONS - Skaftfell residency program in 2011

Call for applications
Deadline 1st. September 2010

Skaftfell Center for Visual Art has opened a call for applications for the residency program in 2011.

The Skaftfell residency program’s objective is to create a community made up of artists and the general public in the rural setting of East-Iceland. Creating a platform to stimulate innovative dialogue between art and life. Allowing a space for artists to experience and explore a new angle to their artistic work in context with living and working in a unique, micro community were creativity is applied to every day life.

Although Skaftfell’s residency program is aimed at artists working with in the field of visual art, experimental artists working in intermediate methods are eligible to apply regardless of the nature of their primary profession/education within the arts. Group and family applications are welcome.

The residencies are located in three different houses in the town of Seyðisfjörður; at Skaftfell, at Hóll on Vesturvegur road and at the Iron House on Fossgata road. The houses all have two bedrooms, bathroom with shower, kitchen, a small living room aria and studio/working facilities. The houses are all equipped with beds, dining sets, duvets, linen and towels for 5 people. Each residency period is from 1 - 6 months.

All further information can be found on the website http://skaftfell.is



Þórunn Eymundardóttir
forstöðumaður

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi
Austurvegi 42, 710 Seyðisfirði
4721632 / 8695107
skaftfell@skaftfell.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband