Arnþrúður Dagsdóttir opnar sýningu á Kaffi Karólínu

brei_a-.jpg

 

Arnþrúður Dagsdóttir

 

Breiða

 

07.08.10 - 03.09.10

 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

 

Breiða, sýning Arnþrúðar Dagsdóttur verður opnuð laugardaginn 7.ágúst kl. 15.00 á Kaffi Karólínu. Sýningin stendur til 3.september. Allir eru velkomnir.

 

Arnþrúður Dagsdóttir lauk mastersnámi í myndlist frá Sandberg Instituut í Amsterdam haustið 2007. Hún útskrifaðist 2003 frá myndlistarskólanum AKI, Academie voor Beeldende Kunst en Vormgeving, Enschede, Hollandi. Algeng þemu í verkum hennar eru samskipti manns við náttúruna og náttúruna í sér, sjálfsmyndin, kynja- og kynímyndir.

 

Breiða samanstendur af ljósmyndum. Þær spyrja spurninga um mörk hins almenna og hins einstaka og um tímann í efnislegum hlutum. Í ljósmyndum og fötum er falinn ákveðinn tími, stund sem aldrei kemur aftur en við reynum að klófesta. Föt eru hluti af persónusköpun mannsins, næst skinninu, náttúrunni. Frá mörkum hins almenna og hins einstaka er stutt í sviðsetningar og mögulegar atburðarásir sem efniviður myndanna gæti/gæti ekki hafa tekið þátt í. Myndin sjálf, framsetningin, ákvarðast af einhverju leiti af þessu, en ekki síður af þeirri spennu og fegurð sem verður til þegar náttúru og manngerðum hlutum er stefnt saman.

 

Nánari upplýsingar veitir Arnþrúður í síma 849 2804 eða tölvupósti: dittadags@hotmail.com

 

Sýningin stendur til föstudagsins 3. september og allir eru velkomnir.

 

Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.

 

Næstu sýningar á Café Karólínu:

04.09.10 - 01.10.10                  Margrét Buhl                  

06.11.10 - 03.12.10                  Guðrún Hadda Bjarnadóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband