7.7.2010 | 13:19
Frauke Hänke og Claus Kienle sýna í Kunstraum Wohnraum á Akureyri
FRAUKE HÄNKE + CLAUS KIENLE
WO AUCH IMMER - HVAR SEM ER
11.07. - 29.08.2010
Opnun sunnudaginn 11. júlí 2010, klukkan 11-13
Eröffnung am Sonntag 11. Juli 2010, 11-13 Uhr
Preview on Sunday July 11th. 2010, at 11-13
Opið samkvæmt samkomulagi Geöffnet nach Vereinbarung Open on appointment
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744
hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Sunnudaginn 11. júlí 2010 klukkan 11-13 opna þau Frauke Hänke og Claus Kienle sýninguna Wo auch immer Hvar sem er í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.
Sýningin er byggð á ljósmyndum sem eru unnar með með mismunandi aðferðum. Frauke Hänke og Claus Kienle eru búsett í Hamborg í Þýskalandi en verða viðstödd opnunina í Kunstraum Wohnraum.
Fyrir sýninguna kemur út 32 blaðsíðna sýningarskrá með myndum og textum.
Úr texta í sýningarskrá: Verk Frauke Hänke og Claus Kienle eru önnur sýn á veruleikann sem oft virkar hversdagslegur. Ljósmyndir af gönguhópi, vinnuvélum, ferðamönnum, fótboltavelli eða hjólhýsum. En það er liturinn, textinn, skurður myndanna og samhengið sem gera þær allt annað en hversdagslegar.
Myndir af verkum þeirra og nánari upplýsingar eru á síðunni www.haenke-kienle.de og einnig á www.heim-herd.de
Nánari upplýsingar veita Frauke og Claus í info@haenke-kienle.de
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Frauke Hänke og Claus Kienle stendur til 29. ágúst 2010 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.
Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna á: http://www.hallsson.de/projects/kunstraum_wohnraum/kunstraum_wohnraum.html
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bækur, Ferðalög, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.