1.6.2010 | 13:04
Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar sýninguna “Stúlka / tussa“ á Café Karólínu laugardaginn 5. júní klukkan 15:00
Hanna Hlíf Bjarnadóttir
Stúlka / tussa
05.06.10 - 02.07.10
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar sýninguna Stúlka / tussa á Café Karólínu laugardaginn 5. júní klukkan 15.
Á sýningunni hefur listakonan saumað út orð sem eru kennd við líffæri kvenna og eru einnig notuð á neikvæðan hátt um konur. Þetta eru hversdagsleg orð eins og píka, tussa, kunta
Eru fjögur verk á sýningunni sem öll vinna með þetta viðfangsefni með einum eða öðrum hætti.
Hanna Hlíf útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2006 en hefur auk auk þess stundað nám í Iðnskólanum í Reykjavík og Ray Cochrane Training Centre í London.
Nánari upplýsingar veitir Hanna Hlíf í síma 864 0046 eða tölvupósti: hannahlif(hjá)simnet.isSýningin stendur til föstudagsins 2. júlí og allir eru velkomnir.
Meðfylgjandi mynd er af einu verka Hönnu Hlífar.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
03.07.10 - 06.08.10 Hrefna Harðardóttir
07.08.10 - 03.09.10 Arnþrúður Dagsdóttir
04.09.10 - 01.10.10 Margrét Buhl
06.11.10 - 03.12.10 Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.