11.5.2010 | 12:06
Innlyksa, sýning Hlífar Ásgrímsdóttur verður opnuð laugardaginn 15. maí kl. 14.00 í BOXinu, stóra sýningarsal Myndlistarfélagsins
Sýningin Innlyksa opnar 15. maí og lýkur 6. júní. Hún er opin um helgar og Hvítasunnuhelgina frá kl.14.00 - 17.00. Einnig opið fyrstu vikuna eftir opnun alla virka daga frá kl.16.00 - 18.00. Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.
Síðustu ár hefur Hlíf Ásgrímsdóttir sýnt verk sem taka mið af sýningarými og umhverfi sýningastaða. Hlíf hefur kallað þær sýningar, Innivera, Innilokun, Innihorn, Innskot, Innviðir. Myndir teknar af sýningarými, málaðar eftir ljósmyndum en hversdagslegum hlutum bætt inn í rýmið, því hlutir yfirgefnir í rými minna ávalt á tilveru fólks. Á þessari sýningu, Innlyksa, hefur Hlíf sett inn í sýningarýmið og myndirnar rúlluplast sem alstaðar er hægt að finna í náttúrunni. Þá eru nokkrar vatnslitaðar ljósmyndir sem hún tók í Brekkunni á Akureyri þar sem greina má plast í þúfum og grasi. Það getur verið erfitt að koma auga á plastið því með tímanum veðrast það og tekur á sig liti sem sjá má í náttúrunni í kring. Í stóru vatnslitaverkunum lætur Hlíf plast verða innlyksa í ímynduðu rými. Innlyksa er skírskotun í að stöðvast eða teppast einhvers staðar. Engan langar til að við sem þjóð verðum innlyksa í brostnu samfélagi eða innilokuð af skömm og í ráðaleysi.
Hlíf Ásgrímsdóttir stundaði nám í Myndlista og handíðaskóla Íslands 1987-1991 og framhaldsnám við Listaakademíuna í Helsinki Finnlandi 1994-1996.
Hlíf Ásgrímsdóttir hefur haldið fjórtán einkasýningar og tekið þátt í þrjátíu samsýningum bæði hér heima og erlendis.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Menntun og skóli, Umhverfismál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.