3.5.2010 | 10:41
„Samverk“ sýning nemenda Fjölmenntar á Akureyri verður opnuð í Café Karólínu laugardaginn 8. maí kl. 17
Aðalheiður Arnþórsdóttir, Anna Ragnarsdóttir, Elma Stefánsdóttir, Guðrún Káradóttir, Heiðar H. Bergsson, Ingimar Valdimarsson, Jón Kristinn Sigurbjörnsson, Jón Óskar Ísleifsson, Magnús Ásmundsson, Nanna Kristín Antonsdóttir, Pétur Ágúst Pétursson, Sigrún Baldursdóttir, Sigrún Ísleifsdóttir, Símon H. Reynisson, Sævar Örn Bergsson, Þorsteinn Sigurbjörnsson og Örn Arason.
Samverk
08.05.10 - 04.06.10
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Samverk sýning nemenda Fjölmenntar á Akureyri verður opnuð í Café Karólínu laugardaginn 8. maí kl. 17:00.
17 nemendur Fjölmenntar setja saman sýninguna Samverk sem verður opnuð í Café Karólínu laugardaginn 8. maí kl. 17:00. Myndlistarmennirnir og kennararnir Dögg Stefánsdóttir og Inga Björk Harðardóttir hafa umsjón með sýningunni sem er hluti af hátíðinni List án landamæra sem nú stendur yfir um allt land. Þátttakendur í sýningunni eru: Aðalheiður Arnþórsdóttir, Anna Ragnarsdóttir, Elma Stefánsdóttir, Guðrún Káradóttir, Heiðar H. Bergsson, Ingimar Valdimarsson, Jón Kristinn Sigurbjörnsson, Jón Óskar Ísleifsson, Magnús Ásmundsson, Nanna Kristín Antonsdóttir, Pétur Ágúst Pétursson, Sigrún Baldursdóttir, Sigrún Ísleifsdóttir, Símon H. Reynisson, Sævar Örn Bergsson, Þorsteinn Sigurbjörnsson og Örn Arason.
List er tjáning. Nemendur Fjölmenntar sem sækja um námskeið í myndlist finna gleði í að tjá sig í myndsköpun. Á þessari sýningu fáum við að kynnast listsköpun einstaklinga með mismunandi forsendur. Afreksturinn er áhugaverður og sannarlega þess virði að upplifa.
Meðfylgjandi mynd er af verki á sýningunni.
Nánari upplýsingar veitir Dögg í síma 694 5307 eða tölvupósti: dogg(hjá)krummi.is og Inga í síma 862 1094 eða tölvupósti: ingabh(hjá)simnet.is
Sýningin stendur til föstudagsins 4. júní og allir eru velkomnir.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
05.06.10 - 02.07.10 Hanna Hlíf Bjarnadóttir
03.07.10 - 06.08.10 Hrefna Harðardóttir
07.08.10 - 03.09.10 Arnþrúður Dagsdóttir
04.09.10 - 01.10.10 Margrét Buhl
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.