13 nýjar sýningar í Safnasafninu

syning2_1400

Á Eyfirskum safnadegi, laugardaginn 1. maí kl. 14.00, verða opnaðar 13 nýjar sýningar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd

Á bílastæði verður afhjúpuð bifreið sem 5 félagar í Geðlist, Akureyri, hafa umbreytt og kynna undir yfirskriftinni: Inn og út um gluggann. Þessi framsetning er liður í dagskrá hátíðarinnar Listar án landamæra

Í Austursal er haldið upp á 80 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi með fjölbreyttri sýningu, sem er framlag til Listar án landamæra og viðleitni safnsins til að halda tengslum við sérstæða listsköpun

Í Miðrými er nýstárleg safnkynning þar sem blandað er saman framsækinni nútímalist, alþýðulist, vöruhönnun, handverki, leikföngum, minnjagripum o.fl.

Í Brúðusafni er endurgerð grunnsýning með þjóðbúningabrúðum, brúðuhúsi, leikföngum og fatnaði

Í Veitingasal eru regnbogamyndir eftir börn í Leikskólanum Álfaborg, Svalbarðseyri, og leikföng sem í sólskini mynda regnboga og upplýsta litafleti

Í Vestursal er samsýning á listaverkum eftir Önnu Hallin og Olgu Bergmann,  Reykjavík. Þær fremja gjörning í garði safnsins á opnunardegi kl. 15.00.

Í Svalbarðsstrandarstofu er haldið upp á aldarafmæli Ungmennafélagsins Æskunnar með sýningu á eldri og yngri gögnum, og er sýningin afrakstur af umfangsmikilli heimildaleit, yfirlestri og frumrannsóknum - sem bíða frekari umfjöllunar og úrvinnslu

Í Verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar & Co er kynning á útsaumi Þórveigar Sigurðardóttur frá Sleitustöðum, Skagafirði, einnig á öskupokum í eigu safnsins, keyptum úr dánarbúi Halldórs Hansen barnalæknis og tónlistarunnanda, Reykjavík, útsaumaðir og málaðir af móður hans á fyrsta fjórðungi 20. aldar 

Í Bókastofu er safnsýning á málverkum eftir  Jón Ólafsson, Reykjavík, pappaskúlptúrum eftir Söru Vilbergsdóttur, Reykjavík, og sérstæðu skópari eftir Atla Viðar Engilbertsson, Akureyri

Í Langasal er sýning á tálguverkum o.fl. eftir Hálfdán Ármann Björnsson, Hlégarði í Aðaldal, máluðum steinum eftir ekkju hans, Bergljótu Benediktsdóttur, og klippimyndum eftir ömmu hans, Þóreyju Jónsdóttur

Í Norðursölum eru 3 einkasýningar, þrívíð verk eftir Þór Vigfússon, Djúpavogi, ljósmyndir af fossum eftir Rúrí, Reykjavík, og innsetning eftir Níels Hafstein, Þinghúsinu, Svalbarðsströnd

Styttur Ragnars Bjarnasonar taka svo á móti gestum á pöllunum fyrir utan eins og undanfarin ár. Unnið er að viðgerð þeirra og sjá gestir þess glögg merki

Þann 11. júlí, á Íslenskum safnadegi, verða opnaðar 2 nýjar sýningar í Norðursölum, a.v. á 80 teikningum og grafíkmyndum eftir 43 innlenda og erlenda höfunda, og h.v. á fjölfeldinu Listveislu 1, með verkum eftir 23 listakonur í Eyjafirði og á höfuðborgarsvæðinu. Listveisla 1 er gerð að frumkvæði safnsins, styrkt af Menningarsjóði kvenna (Hlaðvarpanum), Menningarráði Eyþings og Rarik

Safnasafnið er opið daglega frá 14.00 - 17.00 í maí, en 10.00 - 18.00 frá byrjun júní fram á haust, sjá nánar á www.safnasafnid.is, en þar eru einnig upplýsingar um inngangseyri, tilboð, veitingar, salaleigu, verslun, verð á íbúð, innra starf safnsins, kort og uppdrættir. Sýningaskráin verður gefin út í júní og færð inn á vefsíðu um leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband