29.3.2010 | 22:09
Kristján Pétur Sigurðsson opnar sýninguna “Rauðaþögn á ferð og flugi“ á Café Karólínu
Kristján Pétur Sigurðsson
Rauðaþögn á ferð og flugi
03.04.10 - 30.04.10
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Kristján Pétur Sigurðsson opnar sýninguna Rauðaþögn á ferð og flugi á Café Karólínu laugardaginn 3. apríl klukkan 15.
Sýningin samanstendur af ljósmyndum, sem teknar eru af litlum skúlptúr (Rauðaþögn), hér og þar á ferðinni um landið ísa.
Kristján Pétur byrjaði á þessu ljósmyndaverkefni fyrir þremur árum og því lýkur seint.
Þessi sýning er sú fyrsta af nokkrum fyrirhuguðum með sömu yfirskrift og yrkisefni.
Kristján Pétur er að mestu sjálfmenntaður í listinni, en hefur undanfarin ár sýnt oft einn eða með öðrum og einkum í Listagilinu og nágrenni.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Pétur í síma 895 9546 eða tölvupósti: strandkp(hjá)simnet.is
Sýningin stendur til föstudagsins 30. apríl og allir eru velkomnir.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
01.05.10 - 04.06.10 List án landamæra
05.06.10 - 02.07.10 Hanna Hlíf Bjarnadóttir
03.07.10 - 06.08.10 Hrefna Harðardóttir
07.08.10 - 03.09.10 Arnþrúður Dagsdóttir
04.09.10 - 01.10.10 Margrét Buhl
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.