2.2.2010 | 09:05
Samúel Jóhannsson sýnir á Café Karólínu
Samúel Jóhannsson
Andlitin mín
06.02.10 - 05.03.10
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Samúel Jóhannsson opnar sýninguna Andlitin mín á Café Karólínu laugardaginn 6. febrúar klukkan 15.
Samúel Jóhannsson (sajóh) er fæddur 29. ágúst 1946 á Akureyri. Hann vinnur myndverk sín með akríllitum, tússbleki, járni og lakki. Myndverkasýningar Samúels eru orðnar fjölmargar (yfir tuttugu einkasýningar auk fjölmargra samsýning hér heima og erlendis), nú síðast í GalleríBOXi, sal Myndlistarfélagsins. Sýningin á Karólínu er 25 einkasýningin.
Samúel sótti nokkur námskeið á unglingsárum, að öðru leiti er hann sjálfmenntaður og hefur sinnt myndlistinni stöðugt frá 1980. Heimasíða hans er http://samueljohannsson.wordpress.com
Meðfylgjandi mynd er af einu verka Samúels.
Nánari upplýsingar veitir Samúel í síma 8987326 eða tölvupósti: sajoh@akmennt.is
Sýningin stendur til föstudagsins 5. mars og allir eru velkomnir.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
06.03.10 - 02.04.10 Guðbjörg Ringsted
03.04.10 - 30.04.10 Kristján Pétur Sigurðsson
01.05.10 - 04.06.10 List án landamæra
05.06.10 - 02.07.10 Hanna Hlíf Bjarnadóttir
03.07.10 - 06.08.10 Hrefna Harðardóttir
07.08.10 - 03.09.10 Arnþrúður Dagsdóttir
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.