Fréttabréf Myndlistarfélagsins

galleribox_856636

 

Fréttabréf Myndlistarfélagsins 

 

 

Stjórn í upphafi árs 2010

Þorsteinn Gíslason, formaður

Brynhildur Kristinsdóttir, ritari

Yst, gjaldkeri

Þórarinn Blöndal, varaformaður

Guðmundur Ármann, meðstjórnandi

 

 

Síðast liðið ár hefur Myndlistarfélagið, sem nú er skráð að Kaupvangsstræti 12,

Boxinu, pósthólf 235, 600 Akureyri:

 

 

1.      Breytt um stefnu í Sýningarhaldi félagsins í Boxinu og Sal Myndlistarfélagsins

 og unnið að 6 Gildögum á ári í samvinnu við aðra.

 

Sýningarnefndina skipa nú; Arnþrúður Dagsdóttir, Bryndís Kondrup, Guðrún 
Hadda Bjarnadóttir, Guðrún Lóa Leonardsdóttir, Hjördís Frímann og Sigríður 
Ágústdóttir, sem sér um samskipti við sýnendur.

 

Sýningarnefndin sér alfarið um val á sýningaraðilum, sem þurfa að hafa greitt sitt félagsgjald, nema um gesti sé að ræða.

Nýtt bankanr. Myndlistarfélagsins fyrir félagsgjöld er hjá Sparisjóðnum og er:

           bnr.   1129-05-406050        kt.  690408-1390

Sýningarnefndin skiptir með sér verkum og sér um allt utanumhald sýninga.

Sýningaraðilar sjá alfarið sjálfir um auglýsingar, uppsetningu, veitingar, yfirsetu og að taka niður sína sýningu og þrífa eftir sig. 10 þúsund króna tryggingargjalds er krafist við upphaf sýningar, sem endurgreiðist af sýningarnefnd, sé lyklum og Sal skilað í sama ástandi og tekið var við honum. Ekkert gjald er tekið fyrir að fá að sýna. Því miður hefur félagið ekki enn náð svo langt að geta greitt sýningaraðilum fyrir að koma og sýna, þó þannig ætti það að sjálfsögðu að vera og er það eitt af  aðal-baráttumálum myndlistarmanna hvar sem er á landinu, að fá greitt fyrir sína vinnu!

Stjórn Myndlistarfélagsins hefur talað við svæðisútvarpið, Vikudag o.fl.aðila um mikilvægi þess að sagt sé frá listviðburðum í Sal Myndlistarfélagsins og Boxinu, einnig mun SÍM verða með málþing um myndlist og fjölmiðla nú á vordögum í sama skyni.

 

 

2.      Komið á fleiri nýtingarmöguleikum á Sal Myndlistarfélagsins og í Boxinu í þágu myndlistarinnar.

 

Með tilkomu Gildaga og breytingunni á árlegum sýningarfjölda hefur skapast möguleiki á að nýta Sal Myndlistarfélagsins og Boxið á fjölbreyttari hátt, en hingað til og nú þegar hefur verið farið af stað með vinnu að hugmynd um málþing á vordögum um Myndlistaruppeldi. Sótt verður um styrk/i til verkefnisins og talað við verkefnisstjóra.

Einnig hefur komið til tals að koma á Módelteikni-tímum í Sal Myndlistarfélagsins utan sýningatíma.

Þá eru aðalfundurinn og fleiri fundir á vegum félagsins haldnir í Sal Myndlistarfélagsins.

 

 

3.     Átt viðtöl við Akureyrarstofu um ýmis mál er varða myndlist.

 

Málin eru meðal annars: Stefnumál í listaverkakaupum og listaverkaeign. Hof í tengslum við myndlist. B.A.-nám í myndlist frá H.A.  og samstarf Akureyrarbæjar við önnur sveitarfélög á Norðurlandi eystra um greiðslu listamannalauna út fyrir bæjarmörkin.

 

 

4.     Unnið að samstarfi við Austfirðinga og Sláturhúsið á Egilsstöðum.

 

Stefnt er að sameiginlegum fundi um samstarf og samvinnu okkar og Austanmanna á sviði myndlistar á Mývatni upp úr mánaðarmótum. eftir formlega beiðni þeirra um samstarf.

 

 

5.     Komið með stjórnartillögu til aðalfundar um félagsgjöld fyrir 2010 og lagt til að  vinna í þágu félagsins sé áfram ólaunuð.

 

Félagsgjöld  verði áfram 2000 en þau verði framvegis innheimt í gegnum banka
 (bnr. 1129-05-406050  kt. 690408-1390) og borgist fyrir aðalfund í febrúar. 
Engin laun eru greidd fyrir vinnu stjórnar og nefndarmanna í þágu félagsins, 
nema fargjald á samþykkta fundi utan Akureyrar.
 
Stjórnin.

 

 

 

Tilkynning frá Steina:

 

Smíðaverkstæði Punktsins er nú opið fyrir alla á miðvikudagskvöldum frá kl. 19 – 22.

 

Endilega notfærið ykkur þetta, því ef engin notkun er á þessum tíma, þá verður þetta fljótt aflagt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband