24.1.2010 | 22:49
Ögrandi list og tilraunir til ritskoðunar, fyrirlestur í Ketilhúsinu
Myndir sem fanga: Ögrandi list og tilraunir til ritskoðunar
Þriðjudaginn 26. janúar klukkan 17:15 stendur Listasafnið á Akureyri fyrir fyrirlestri bandaríska fræðimannsins dr. Steven C. Dubin í Ketilhúsinu á Akureyri. Yfirskrift fyrirlestrarins er Myndir sem fanga: Ögrandi list og tilraunir til ritskoðunar ( e. Arresting Images: Controversial Art and Attempts to Censor It) og fer hann fram á ensku. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
Dr. Dubin er mannfræðingur sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á sviði menningar, lista og safnafræða. Hann hefur beint sjónum sínum að ritskoðun og tjáningarfrelsi og bók hans um pólitíska list, Arresting Images: Impolitic Art and Uncivil Actions, vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 1992. Dubin hefur haldið fjölda fyrirlestra og ritað um umdeilda list, átök innan listheimsins og stuðning hins opinbera við listir. Dubin skrifar reglulega greinar fyrir Art in America auk þess að hafa rannsakað og fjallað sérstaklega um áhrif lýðræðisumbóta á menningarlíf í Suður-Afríku við fráhvarf aðskilnaðarstefnunnar.
Steven C. Dubin var prófessor í mannfræði við Fylkisháskólann í New York í 19 ár en hefur starfað sem prófessor í menningarstjórnun við Columbia Háskóla í New York frá 2005, auk þess að gegna rannsóknarstöðu við skólann á sviði afrískrar menningar. Hann er staddur hér á landi á vegum Fulbright stofnunar og námsbrautar í safnafræðum við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.
Nánar á: http://www.listasafn.akureyri.is/uppakomur
Staður: Ketilhúsið, Listagilinu á Akureyri
Stund: Þriðjudaginn 26. janúar klukkan 17:15
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.