Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, 5. maí 2018

30813915_10156304194202829_6352786504197954329_o


«VIÐ HLIл í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Magnús Helgason, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Erwin van der Werve og Baldur Geir Bragason. Sýningarstjóri: Magnús Helgason


Verksmiðjan á Hjalteyri, 05.05 – 10.06 2017 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com
einnig: https://www.facebook.com/verksmidjan.hjalteyri


Opnun laugardaginn 5. maí kl. 15:00-18:00.

Opið þri-sun 14:00-17:00, 5. maí - 10. júní 2017
Laugardaginn 5. maí kl. 15-18 opnar sýningin «VIÐ HLIл, í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Að sýningunni standa fjórir listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna með sterka efniskennd, rýmistilfinningu og fagurfræði. Verksmiðjan á Hjalteyri, með sinni sögulegu sviðsmynd veitir umhverfi sem myndlistarmennirnir komast ekki hjá að nota sem útgangspunkt. Listamennirnir munu skapa ný verk þar sem unnið verður markvisst með inngrip listaverkanna í rýminu. Listamennirnir fjórir vinna ekki að sameiginlegum verkum heldur hver í sínu lagi og hver á sinn hátt.

The exhibition «BY SIDE» opens on Saturday 5th of May at Verksmiðjan Hjalteyri. BY SIDE is an exhibition with works by Baldur Geir Bragason, Erwin van der Werve, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir and Magnús Helgason. These four artists are pulled together by their strong sense of space, material and aesthetics. The artists will create new works on site which respond to the space as well as the historical setting of Verksmiðjan.

Frekari upplýsingar veita: Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450. Magnús Helgason lamp_mh@hotmail.com  og í síma: 6929165


Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Fullveldissjóði, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði , Hörgársveit,  Ásprent og Akureyrarstofu.


Kristján Steingrímur Jónsson sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

31504404_1653159538093978_5400800531520159744_n

Föstudaginn 4. maí kl. 17.00 opnar Kristján Steingrímur Jónsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Sýningin stendur til 20. maí og er opin daglega kl. 14.00 – 17.00 þegar skilti er úti.

Viðfangsefni Kristjáns Steingríms eru í senn hlutbundið brot af stað og hugmyndir um staði. Verkin á sýningunni eru litafletir málaðir með litum gerðum úr jarðefnum frá ýmsum stöðum á jörðinni. Þau eru efnisleg staðfesting á tilveru staðar og áminning um að þeir eru jafnframt huglægir og háðir upplifun.
Verkin endurspegla þá staðreynd að líf á jörðinni endar sem jarðvegur sem verður nokkurs konar gagnagrunnur um tilvist okkar. Þannig skráir tíminn söguna í efnið og um leið atferli mannsins og samband hans við náttúruna.
Verkin á sýningunni eru sérstaklega unnin fyrir Kompuna.
Kristján Steingrímur er fæddur á Akureyri 1957. Hann stundaði nám við nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1977 til 1981 og frá árinu 1983 við Listaháskólann í Hamborg þaðan sem hann útskrifaðist 1987. Frá því að Kristján lauk námi hefur hann unnið að listsköpun, haldið og tekið þátt í fjölda sýninga bæði í söfnum og galleríum. Hann hefur jafnframt sinnt kennslu og ýmsum störfum á sviði myndlistar. Kristján býr og starfar á Seltjarnanesi.


Uppbyggingasjóður, Fjallabyggð og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


Tomas Colbengtson sýnir í Deiglunni

30425743_811051152411608_5078061844268128706_o

Verið velkomin á opnun Evtede/Reki, myndlistarsýningu Tomas Colbengtson í Deiglunni, Akureyri, kl. 15 laugardaginn 5 maí. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum. Sýningin verður opin 5. – 13. maí 2018 kl. 14 – 17.

Serigrafík í tré járn og gler.
Sýningin mun að stærstum hluta verða gerð á Akureyri.

Tomas Colbengtsson er Sami frá Björkvattenet, Tärnaby í Norður-Svíþjóð, en það er á sömu breiddargráðu og Akureyri. Árin 1998 og 2010 var hann gestalistamaður við Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi og nú um stundir kennir hann við Konstfack, listaháskólann í frjálsum listum, handverki og hönnun, einnig í Stokkhólmi, en þaðan lauk hann námi sínu 1991.

List sína byggir Tomas Colbengtson á minni um samiskan uppruna sinn, upplifun frá náttúru hinna norður-sænsku fjallaheima. Það hefur sett svip sinn á list- og feril hans sem listamanns. Hann vinnur myndverk sín í Grafík, málverk og skúlptúr í járn og gler, sem hann mótar og gerir á sinni listræna hátt sem speglar bæði nútímann og sögulegan- félagslegan veruleika. Listin endurspeglar reynslu af tungumála- og trúbragðaafneitun, sem og rannsóknum sem bera með sér kynþáttafordóma og lítisvirðingu fyrir samiskum söng, Joiki. Þau atriði, ásamt öðrum aðferðum sem ríkisvald beitir til að hafa vald yfir fólki og landi frumbyggja.

Colbengtson hefur langa reynslu af listrænni starfsemi, hann hefur auk sýninga í Noregi og Svíþjóð, þessu ári einnig sýnt á Grænlandi og Færeyjum. Áður hefur hann sýnt bæði í Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Brasilíu, Frakklandi, Rússlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Colbengtson sýnir á Íslandi

Tomas Colbengtson mun dvelja í gestavinnustofu Gilfélagsins í maí mánuði, en hann hlaut verðlaun, dvöl í gestavinnustofu Gilfélagsins og sýningu í Deiglunnu á GraN, grafíksýningu í Listasafninu á Akureyri 2015. Þetta var framlag Gilfélagsins til GraN, Grafík Nordica verkefnisins.

Sýningin er styrkt af Akureyri Backpackers

https://www.facebook.com/events/201814910419072

//

Evtede/Reki
Välkomna till vernissagen av Tomas Colbengtson konstutställning, Evte/Reki i Deiglan, Akureyri kl 15.00 lördagen den 5. mai. Vi bjuder på lite förfriskningar och konstnären är närvarande.

Screentryck på trä, metall og glass

Utstillingen kommer till största delen att skapas på plats i Akureyri

Tomas Colbengtson är same og kommer fra Björkvattennet, Tärnaby i Nord-Sverige i samme højde som Akureyri. Millen1998- 2010 var han Artist Residency ved Kungliga Tekniska Högskolan i Stockholm og for tiden underviser han også ved University College of Arts, Crafts and Design i Stockholm, der han selv fullførte utdannelsen sin i 1991.

Tomas Colbengtsons kunstverk bygger på minner fra hans egen oppvekst og han bruker sin samiske bakgrunn og naturopplevelser fra de nord-svenske fjellene som utgangspunkt for sitt kunstneriske virke. Han arbeider med grafikk, maleri, skulpturer av metall og glass som han former til sitt eget uttrykk som ofte reflekterer historiske og moderne sosiale fenomener. Kunsten gjenspeiler erfaringer som språk og religionsforbud, rasbiologisk forskning, skambelegning av joik, og andre metoder som ofte er brukt av statsmakter att skaffe kontroll over urfolk og tilhørende landområder.

Colbengtson har lang erfaring som kunstutøver og har i tillegg til visninger i Norge og Sverige har i år haft utstillinger på Grønland, Færøyene, Sverige han har tidigare haft utstillingar i USA, Japan, Tyskland, Grekland, Brasilien, Frankrike, Ryssland och i Skandinavien.

Dette er første gang Colbengtson har utstilling på Island

Tomas Colbengtson kommer att bo i Gilföreningens gäststudio i mai månad, detta som ett pris på GraN-utställningen, en Nordisk grafikutställning i Konstmuseet i Akureyri 2015. Detta var Gilföreningens bidrag till projegtet GraN, Grafik Nordica 2015.
Udställningen har fått ett stöd ifrån Akureyri Backpackers

www.colbengtson.com

//
You are invited to the opening artist Tomas Colbengtson solo exhibition Evtede/Reki in Deiglan on Saturday, May 5th at 15 - 17. Please join us for light refreshments and the artist will be present. The exhibition is open until May 13th, 14 - 17.

Serigraphs in tree, iron and glass.
The works for the exhibition are mostly done here in Akureyri.

Tomas Colbengtsson is a Sami from Björkvattenet, Tärnaby in North-Sweden, the same latitude as Akureyri. In 1998 and 2012 he was a artist in residence at KTH Royal Institute of Technology in Stockholm and he is a lecturer at Konstfack, University of Arts, Craft and Design, also in Stockholm but that is where he studied and graduated from in 1991.

In Colbengtson’s works he often refers to his upbringing, sami culture and the nordic Scandinavian landscape.
He works in a combination of media, graphic prints, paintings and sculptures in iron and glass, that mirror both modern times and a historical - social events. His art reflects his experience of language and religious denial, as well as trials involving racial prejudice and contempt for the traditional song ‘jojk’. These examples, along with other methods that the government employs to have authority over people and land of the Sami folk.

Colbengtson is a seasoned artist, and this year he has exhibitions in Norway, Sweden, Greenland and the Faroese Islands. Previously, he has held exhibitions in the USA, Japan, Germany, Brazil, France, Russia and Scandinavia. This is his first exhibition in Iceland.

Tomas Colbengstson will stay in Gil Artist Residency during the month of May, but the stay and exhibition is a prize for GraN in Akureyri Art Museum in 2015. This was the Gil Society contribution to GraN, Grafik Nordica.
The exhibition is partly sponsored by Akureyri Backpackers.

www.colbengtson.com


Bloggfærslur 30. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband