Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

27173468_1562529330490333_6972447088257454603_o

Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 4. feb. 2018

Næstkomandi sunnudag kl. 14.30 til 15.30 verður boðið í sunnudagskaffi með J Pasila. Hún mun kynna verk sín og spjalla við gesti. Að erindi loknu er boðið uppá kaffiveitingar og eru allir velkomnir.
Ath. erindið er á ensku.

J Pasila er listamaður með bakgrunn í ljósmyndun, videó og arkitektúr. Um þessar mundir býr hún og starfar ýmist í Brooklyn, NY eða á Siglufirði. 
Hún hefur sýnt verk sín víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og á Siglufirði og vinnur nú að sýningu sem sett verður upp í NYC á næstunni. J Pasila hefur unnið með ýmsum listamönnum og undanfarin 5 ár verið meðlimur í “dust” listahópnum í París.


Uppbyggingasjóður, Fjallabyggð og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


Jón B. K. Ransu sýninir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

27024229_1562461330497133_5219261511921435611_o

Laugardaginn 3. feb. 2018 kl.15.00 opnar Jón B. K. Ransu sýninguna Djöggl í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Á sýningunni Djöggl dregur Jón B. K. Ransu málaralist og fjölleika saman í samtal á ný þar sem hringformið spilar aðalhlutverk í rýmislistaverki í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Listaverk Ransu byggja öllu jafnan á endurskoðun listaverka eða liststefna sem skráð hafa verið í alþjóðlega listasögu. Sýningin Djöggl er engin undantekning á því en Ransu sækir þar í brunn mínimalisma sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og skoðar hið óhlutbundna nauma form í tengslum við athöfn eða gerning.

Jón B. K. Ransu er myndlistarmaður menntaður í Hollandi á árunum 1990-1995. Þar af var hann í skiptinámi við NCAD (National College of Art and Design) í Dublín í eina aönn. Þá tók Ransu þátt í ISCP (International Studio and Curatorial Program) í New York árið 2006 og hlaut þá styrk úr sjóði The Krasner Pollock Foundation.

Uppbyggingarsjóður, Fjallabyggð og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


Bloggfærslur 29. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband