Sýning á verkum Louisu Matthíasdóttur opnuð í Listasafninu á Akureyri

24775027_1676974642324371_576804598007829682_n

Laugardaginn 9. desember kl. 15 verður opnuð sýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól, í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.

Louisa Matthíasdóttir (1917-2000) var einn af framsæknustu listamönnum sinnar kynslóðar. Heilir og skýrir myndfletir og tærir og einfaldir litir einkenna verk hennar. Louisa stundaði nám í Evrópu og Bandaríkjunum og var búsett í New York frá árinu 1942. Hún hélt þó sambandi við Ísland og í verkum hennar má glöggt sjá áhrif íslensks landslags og birtu. Louisa málaði einnig uppstillingar, samferðafólk og sjálfsmyndir sem sjá má á þessari sýningu.

Stúlka með hjól er byggð á sýningunni Kyrrð sem Listasafn Reykjavíkur setti upp á Kjarvalsstöðum í apríl síðastliðnum. Með henni er framhaldið röð sýninga á verkum merkra íslenskra myndlistarkvenna í Listasafninu á Akureyri en áður hafa verið settar upp yfirlitssýningar á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur og Nínu Tryggvadóttur.

Fjölskylduleiðsögn verður um sýninguna með Heiðu Björk Vilhjálmsdóttur, fræðslufulltrúa, laugardagana 16. desember og 20. janúar kl. 11-12. Þriðjudaginn 23. janúar kl. 17-17.40 heldur Jón Proppé Þriðjudagsfyrirlestur um Louisu Matthíasdóttur.

Sýningin er unnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og sýningarstjóri er Hlynur Hallsson.

Meðfylgjandi mynd tók Einar Falur af Louisu árið 1992 á vinnustofu hennar í New York.

https://www.facebook.com/events/123325551692810

listak.is


Gellur sem mála í Deiglunni

23674739_2046076309008234_7527904348389595766_o

AMMA - Myndlistarsýning

Gellur sem mála

Listaklúbburinn „Gellur sem mála“ heldur samsýninguna AMMA í Deiglunni á Akureyri 9.-10. des. 2017. Klúbburinn hefur starfað síðan í janúar 2016 en að honum standa ólíkir einstaklingar sem koma úr öllum áttum og styðja hvert annað í listsköpuninni.

Þema þessarar sýningar er einfaldlega AMMA þar sem hver og einn nálgast viðfangsefnið með sínum hætti. Klúbburinn kynnir sig og sýninguna á fésbókarsíðunni „Gellur sem mála í bílskúr“. Sýningin verður opin kl. 14:00-18:00 báða dagana.

„Þörfin fyrir að skapa sameinar okkur. Hópurinn sem að sýningunni stendur kynntist á námskeiði hjá Listfræðslunni veturinn 2015 – 2016 þar öndvegiskennararnir Billa og Guðmundur Ármann tóku okkur í fangið og kenndu okkur og fæddu,“ segir í tilkynningu á fésbókarsíðunni.

Meðlimir hópsins koma úr öllum áttum en sameinast í listsköpuninni:

Anna María Hjálmarsdóttir
Barbara Hjálmarsdóttir
Björgvin Kolbeinsson
Harpa Halldórsdóttir
Jóhanna Bára Þórisdóttir
Jónína Sigurðardóttir
Kristín Hólm
Líney Helgadóttir
Soffía Vagnsdóttir

https://www.facebook.com/events/297541277419904


Bloggfærslur 4. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband