12.5.2010 | 21:27
straumur / burðarás - oddvitar íslenskrar harðkjarnalistar og leyndardómur listasafnsins

Sýningin í Listasafninu á Akureyri stendur í 3.722.400 sekúndur
eða frá 15. maí kl. 15 til 27. júní kl. 17.
Laugardaginn 15. maí kl. 15 verður sýningin Straumur/burðarás opnuð í Listasafninu á Akureyri. Myndlistarmennirnir sem verk eiga á henni eru Ingólfur Arnarsson, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Guðmundsson. Sýningin, sem skartar í flestum tilvikum nýjum verkum eftir listamennina, fjallar öðrum þræði um naumhyggjuna og arfleið hennar á Íslandi í konseptlist og ljósmyndun og er hún hluti af Listahátíð í Reykjavík. Sýningarstjórar eru Hannes Sigurðsson og Birta Guðjónsdóttir, en í tengslum við sýninguna gefur safnið út lítið kver með sögulegri úttekt á naumhyggjunni eftir Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur listfræðing.
Naumhyggja eða mínimalismi náði mikilli útbreiðslu í ólíkum listformum á sjöunda áratug tuttugustu aldar og hefur verið áberandi allt fram til dagsins í dag. Hið látlausa, hreina og ópersónulega skipaði stóran sess og hin knöppu form, stór eða smá að efni og gerð, urðu einkennandi stef í bragarhætti naumhyggjunnar. En þessi einfaldleiki er ávallt margbrotinn, listupplifun er á engan hátt fátæklegri í naumhugulli list.
Helstu kennismiðir naumhyggjunnar voru bandarískir listamenn, s.s. Donald Judd og Robert Morris, sem höfnuðu eldri fagurfræði og töldu að ofuráhersla á hið sjónræna og (frásagnarlegt) inntak verka hefði orðið of þýðingarmikið í myndlistarsögunni. Naumhyggjan felur í sér djúpstæða endurskoðun og skilgreiningu á hinu sjónræna og þar með listupplifun áhorfanda á myndlist. Módernisminn þótti innhverfur og snúast of mikið um fagurfræði og snillinga. Svar naumhyggjunnar var að leggja áherslu á heildina og fá hin nýju þrívíðu verk til að deila rýminu með áhorfandanum. En þrátt fyrir það virðist naumhyggjan og sú formhyggja sem þessir póstmódernistar aðhylltust vera beint framhald af módernismanum, ekki fullkomin andstæða hans eins og gjarnan er haldið fram.
Á Íslandi náði hugmyndalistin og naumhyggjan að festa sig í sessi hérlendis á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Myndlistarmennirnir Ingólfur Arnarsson, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Guðmundsson eiga það sammerkt að vinna undir formerkjum naumhyggju og hugmyndalistar þrátt fyrir að vera á margan hátt nokkuð ólíkir listamenn. Fullyrða má að aldrei hafi sýning verið sett upp hérlendis undir merkjum naumhyggju á eins mínimalískan hátt og raun ber vitni; fá verk í konkret-ljóðrænni framsetningu minna engu að síður á hversu fyrirferðarmikil huglæg naumhyggja hefur verið í íslenskri myndlist síðustu áratugi.
Oft hefur verið gengið framhjá þeirri staðreynd að ljósmyndun átti stóran þátt í framgangi naumhyggju og hugmyndalistar á alþjóðlegum vettvangi. Á það ekki einungis við um myndlistarmenn, sem margir studdust við ljósmyndun, heldur fóru hinir eiginlegu ljósmyndarar að horfa öðrum augum á miðilinn. Hugmyndalegur skyldleiki kom í ljós þar sem greina má formfræðilegan kunningsskap með reglusniði naumhyggjunnar. En þrátt fyrir marga landvinninga ljósmyndalistarinnar innan myndlistar síðustu áratugi hafa landamærin oft á tíðum hvorki verið færð til né afmáð og mætti því frekar tala um jafnan búseturétt innan hinna ólíku miðla í myndlist. Tímahvörf í ljósmyndun urðu á áttunda og níunda áratugnum á Íslandi, eða um svipað leyti og naumhyggja og hugmyndalist urðu mjög ráðandi í íslenskri myndlist.
En að hve miklu leyti er birtingarmynd naumhyggjunnar annars vegar alþjóðleg og hins vegar þjóðleg? Hvað tengir hina ólíku íslensku mínimalista í myndlistinni? Hversu mikil áhrif höfðu hugmyndir naumhyggjunnar eins og þær voru t.d. settar fram af Íslandsvininum Donald Judd? Hin margbrotna naumhyggja býður upp á margar og ólíkar skilgreiningar sem snerta allt í senn hið þjóðlega eða staðbundna, samfélagsgerð okkar og Ísland sem hluta af vestrænum menningarheimi, trúarbrögðum og jafnvel stjórnmálahugmyndum.
Nánar er fjallað um sýninguna á slóðinni http://www.listasafn.akureyri.is/syningar/2010/straumur/ þar sem einnig má nálgast bókina.
Nánari upplýsingar má fá hjá Hannesi Sigurðssyni, forstöðumanni safnsins, í síma 461-2610, eða á netfanginu listasafn@akureyri.is.
12.5.2010 | 12:58
Helene Renard opnar sýninguna ENVELOPE í BOXinu, litla sýningarsal Myndlistarfélagsins
UMSLAG, sýning Helene Renard verður opnuð laugardaginn 15. maí kl. 14.00 í BOXinu, litla sýningarsal Myndlistarfélagsins.
Sýningin opnar 15. maí og lýkur 6. júní. Hún er opin um helgar og Hvítasunnuhelgina frá kl.14.00 - 17.00. Einnig opið fyrstu vikuna eftir opnun alla virka daga frá kl.16.00 - 18.00. Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.
UMSLAG - ENVELOPE (Interior Space Enhancers)
Ferðin er hafin! Fyrsta boxið er komið til Jamaíka, New York. Box tvö lagði af stað í dag. Öðru efni sýningarinnar verður snotursamlega pakkað og ferðast með listamanninum, Helene Renard, með Icelandair, þriðjudaginn 11. maí.
Verkið snýst um hugtökin að brjóta saman/taka sundur og pakka niður/taka upp úr. Innstillingunni sem var sérstaklega gerð fyrir þetta rými, er ætlað að ýta undir þátttöku áhorfenda..
Einstakir hlutir í sýningunni sem eru gerðir úr felt og pappír, rannsaka það að brjóta saman og hlutverk þess í munstur- og kortagerð. Listamaðurinn kannar umbreytinguna úr tveimur víddum í þrjár og notar tækni úr ólíkum áttum, allt frá smíði til kortagerðar.
Eins og í fyrri verkum sínum, er innstillingu Helene ætlað að deila á hugmyndina um list sem eitthvað til að horfa á en ekki snerta. Áhorfandinn verður þáttakandi og notandi. UMSLAG er hugleiðing um samband líkama og rýmis og könnun á stærðum. Listaverk sem er ætlað að ferðast.http://www.sabinedesignstudio.com/artwork.html
Gallerí Box, BOXið
Kaupvangstræti
600 Akureyri
Opnun laugardaginn 15. maí kl 14.
15. maí - 6. júní 2010
ENVELOPE (Interior Space Enhancers)
The journey has begun! Box 1 has reached Jamaica, New York. Box 2 has departed today, and the rest of the assembly will be packed flat and travel with the artist, Helene Renard, via Icelandair on Tuesday, May 11th.
The conceptual focus of the work is Folding/Unfolding and Packing/Unpacking. The site-specific installation is meant to encourage engagement by the gallery visitor and participant.
Individual pieces, constructed of felt and paper, investigate the idea of the FOLD and its role in patternmaking and mapping. The artist explores transformations from 2 dimensions to 3 dimensional space, employing techniques used in different fields, from carpentry to cartography.
Printed images created using a monotype process introduce narrative and one type of scale to the work. Some of the pieces have been custom-made to fit into US Postal Service boxes. These containers, along with the pieces ferried by suitcase, carry with them the narrative of transport, of process, and of dialogue. This dynamic will change to display mode as pieces are placed in Gallery Box, a container of another scale.
As with her previous works, this installation is intended to challenge the art viewers notion of art as something to be looked at, but not touched. Here, the viewer becomes occupant, participant, and user. ENVELOPE provides invitations, directions, and other cues to encourage interaction with individual pieces. The work is a meditation on the relationship of the body to space, an exploration of scale, and of work that is tailored for travel.
For up-to-date images of work in progress, see:
http://www.sabinedesignstudio.com/artwork.html
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)