Sýningu Guðbjargar Ringsted í Grafíksafni Íslands lýkur um helgina

bl-mamynd.jpg

Nú um helgina lýkur myndlistasýningu Guðbjargar Ringsted í Grafíksafni Íslands sem staðið hefur yfir síðan 19. sept. Þar sýnir hún 12 akrýlmálverk  sem eru unnin á þessu ári og því síðasta og vísar myndefnið í munstur af íslenska kvenbúningnum. Þannig verða verkin óður til þeirra kvenna sem unnu og vinna við gamla, íslenska handverkið. Þetta er 17. einkasýning Guðbjargar en hún er félagi í SÍM, Íslenskri grafík og Myndlistarfélaginu. Sýningin er opin frá kl. 14:00 til kl. 18:00 frá fimmtudeginum 1. okt. til sunnudagsins 4. okt. og verður Guðbjörg yfir sýningunni alla helgina.

Allir hjartanlega velkomnir!
 
Grafíksafn Íslands
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík

Bloggfærslur 30. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband