Umsóknarfrestur um starfslaun listamanna rennur út 19. október

Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2010, í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009 með áorðnum breytingum.

 Starfslaunin eru veitt úr sex sjóðum, þ.e.:

1.   launasjóði hönnuða,
2.   launasjóði myndlistarmanna,
3.   launasjóði rithöfunda,
4.   launasjóði sviðslistafólks,
5.   launasjóði tónlistarflytjenda,
6.   launasjóði tónskálda.

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á vef Stjórnarráðsins á vefslóðinni http://umsokn.stjr.is. fram til  mánudagsins  19. október 2009. Aðgangur er veittur á kennitölu umsækjanda (ekki kennitölu félags eða samtaka) og verður lykilorð sent viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu.

Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Mínar stillingar. Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja Stjórn listamannalauna undir flipanum Umsóknir. Þar eru umsóknareyðublöðin. Svæði merkt rauðri stjörnu verður að fylla út.

Fylgigögnum með umsókn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Skrifstofu Stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík fyrir kl. 17:00 mánudaginn 19.október 2009.

Með umsókn skal fylgja greinargerð um verkefni það sem liggur til grundvallar umsókninni ásamt upplýsingum um hve langan starfstíma er sótt um og rökstuðningi fyrir tímalengd.  Jafnframt skulu fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil, verðlaun og viðurkenningar. Þessir þættir  skulu  að  jafnaði  liggja  til  grundvallar  ákvörðun  um úthlutun starfslauna.

Athugið að hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009 með áorðnum breytingum.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fást á vef Stjórnar listamannalauna www.listamannalaun.is eða á skrifstofunni í síma 562 6388.

Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 19. október 2009.

Stjórn listamannalauna 16. ágúst 2009

Dvalarstaður lista- og fræðimanna í Jensenshúsi í Fjarðarbyggð


5370_135085819551_574174551_3273857_4438323_n.jpgJensenshús sem er í eigu Fjarðabyggðar var byggt  árið 1837 af Jens Peder Jensen.  Jensenshús er elsta íbúðarhús Austurlands og eitt elsta uppistandandi íbúðarhús landsins.  Húsið var friðað 1. janúar 1990. Nýbúið er að gera húsið upp og lagfæra það og nú er það nýtt sem dvalarstaður fyrir lista- og fræðimenn, íslenska og erlenda.   

Ekki er gert ráð fyrir neinni greiðslu vegna dvalar í Jensenhúsi annarri en afnot af síma.  Hins vegar er ætlast til að þeir sem þar dvelja komi á einhvern hátt á framfæri því sem þeir eru að vinna að í sinni list og/eða fræðigrein eða öðrum verkum sínum meðan á dvalartíma stendur.  Gesturinn getur því verið beðinn um að halda sýningu, tónleika, fyrirlestur eða taka þátt í samkomu, skilja eftir listaverk eða eitthvað annað sem um semst milli hans og ferða- og menningarfulltrúa fyrir hönd menningar-, íþrótta- og ferðamálanefndar Fjarðabyggðar.    Verkefni sem efla menningu í Fjarðabyggð munu njóta forgangs í umsóknarferlinu en litið er til fleiri þátta. 

Menningar- íþrótta- og ferðamálanefnd ásamt menningar- og ferðamálafulltrúa og forstöðumanni Safnastofnunar velur úr innsendum umsóknum í samvinnu við forstöðumann Kirkju- og menningarmiðstöðvar Fjarðabyggðar.  

Fyrsti gestur hússins var rithöfundurinn og ljóðskáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson betur þekktur sem Sjón.  Hann dvaldi nú nýlega í húsinu ásamt syni sínum Flóka.   Sjón á sterkar rætur til Eskifjarðar en hann dvaldi þar oft á sumrin sem krakki og spilaði fótbolta á lóðinni við hliðina á Jensenshúsi.  Feðgarnir létu vel af dvölinni og sögðu gott að dvelja í húsinu og að þar væri mjög góður andi.  Sjón var með kvöldvöku í Randulfssjóhúsi á Eskifirði í Gönguvikunni Á fætur í Fjarðabyggð, þar  spjallaði hann við gesti og las upp úr bók sinni.  Þeir feðgar eyddu annars miklum tíma í að skoða bæinn, fiska á bryggjunum og láta líða úr sér í sundlauginni.    

Þeir sem hafa áhuga á að dvelja í húsinu er bent á að hafa samband við ferða- og menningarfulltrúa Hildigunni Jörundsdóttur, netfang: hildigunnur.jorundsdottir@fjardabyggd.is , sími: 860-4726.  

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíður Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is undir menning- og tómstundir.


Bloggfærslur 3. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband