31.7.2009 | 20:07
Guðrún Hadda Bjarnadóttir opnar sýningu í Gallerí Haughúsi

Svalbarðsströnd, laugardaginn 1. ágúst kl. 14.
Um sýninguna:
Arfur
Ömmur mínar gáfu mér nöfnin sín, þær gáfu mér einnig arfinn sem þær fengu frá ömmum sínum.
Ég hef lengi verið stolt af því að bera þessi nöfn og er þakklát fyrir arfinn.
Árið 2003 var samsýning í Lystigarðinum á Akureyri og vann ég þar verk út frá balderuðu mynstri er formæður okkar gerðu á búninga sína. Þetta mynstur hef ég síðan unnið með áfram og útfært í vefnað og málverk.
Sýningin opnar laugardaginn 1. ágúst 2009 kl 15.00 í Haughúsinu á Þóristöðum og er opin alla daga frá 14.00-18.00 til ágústloka. http://www.hotelnatur.com (gengið inn í gegnum veitingastofu)
Og er hún hluti af viðburðarröð Mardallar VITIÐ ÞÉR ENN - EÐA HVAÐ?
http://www.mardoll.blog.is
Sýningin opnar á laugardaginn 1. ágúst 2009 kl 15.00 í Haughúsinu á Þóristöðum og er opin alla daga frá 14.00-18.00 og út ágústmánuð. http://www.hotelnatur.com
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
31.7.2009 | 18:54
Myndlistarsýning á Siglufirði, 1. - 3. ágúst

Laugardaginn 1. ágúst næstkomandi kl 13:00 verður myndlistasýningin
Lífsmörk - Útmörk opnuð í Sýningarsal Ráðhúss Siglufjarðar.
Það mun kenna ýmissa grasa á sýningunni, videoinnsetning, klippimyndir, myndbandsverk, teikningar, postulínskúlptúrar, málverk og ljósmyndir. Umfjöllunarefni þeirra er af ýmsum toga, sterkar konur,
sjálfsímynd, endurvinnsla, líkt og ólíkt gildismat kynslóða, gremja og efniskennd.
Lífsmörk - Útmörk er sjálfstætt framhald af sýningunni Lífsmörk sem haldin var samhliða LungA hátíðinni 16. - 20. júlí.
Alls sjö listamenn taka þátt í sýningunni.
Listamennirnir hafa allir unnið saman áður, til dæmis sýndu þau öll saman í verkefninu Flökkukindur á þessu ári sem gekk út á að fylla auð rými í miðborginni.
Listamennirnir eru :
Bergþór Morthens, Gunnar Helgi Guðjónsson, Harpa Dögg Kjartansdóttir, Hugsteypan (Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir), Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen og Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir.
Myndlistarmennirnir hafa lokið námi úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólans á Akureyri.
Sýningin er öllum opin og aðgangur ókeypis
31.7.2009 | 13:20
Aðalsteinn Vestmann opnar í Jónas Viðar Gallery
Opnun á sýningu Aðalsteins Vestmanns í Jónas Viðar Gallery, laugardaginn 1. ágúst kl. 15. Allir velkomnir.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2009 | 00:36
Sex listamenn opna í Deiglunni
Laugardaginn 1. ágúst kl. 15 opnar samsýning 6 listamanna í Deiglunni undir
yfirskriftinni "Sex sýna". "Hver er kynlægur munur á túlkun, er hægt að tala
um kyntúlkun. Það er talað endalaust um að við sjáum, skiljum og gerum hluti
eftir því hvers kyns við erum. En gerum við það? Hvernig sér
myndlistamaður/-kona þetta eða hitt? ER í raun kynlægur munur á túlkun?
Sýnendur eru þrír karlmenn og þrjár konur: Ása Óla, Dagrún Matthíasdóttir,
Sigurlín M. Grétarsdóttir, Margeir Sigurðsson, Ólafur Sveinsson og Trausti
dagsson.
yfirskriftinni "Sex sýna". "Hver er kynlægur munur á túlkun, er hægt að tala
um kyntúlkun. Það er talað endalaust um að við sjáum, skiljum og gerum hluti
eftir því hvers kyns við erum. En gerum við það? Hvernig sér
myndlistamaður/-kona þetta eða hitt? ER í raun kynlægur munur á túlkun?
Sýnendur eru þrír karlmenn og þrjár konur: Ása Óla, Dagrún Matthíasdóttir,
Sigurlín M. Grétarsdóttir, Margeir Sigurðsson, Ólafur Sveinsson og Trausti
dagsson.
31.7.2009 | 00:22
“Náttúra og mannlíf” og "Vökudraumar" í Ketilhúsinu
Laugardaginn 1. ágúst kl. 14:00 verður opnuð myndlistarsýningin Náttúra og mannlíf í Ketilhúsinu á Akureyri. Þetta er samsýning þeirra Halldóru Helgadóttur (málverk) og Guðrúnar Halldórsdóttur (skúlptúr). Sýningin er opin daglega frá kl. 13:00 til kl. 17:00 Síðasti sýningardagur er 16. Ágúst. Sýningin er öllum opin og eru allir velkomnir á opnunina.
Þær Halldóra og Guðrún sýna saman á ýmsum stöðum innanlands og utan. Fyrr í sumar á Ísafirði og nú sem innlegg í Listasumar á Akureyri.
Guðrún sýnir persónur sem þverskurð af mannlífinu, mótaðar í leir, en Halldóra sýnir gróður jarðar með olíu á striga.
Val verkanna er undir handleiðslu Aðalsteins Ingólfssonar, en Björn G. Björnsson sýningarhönnuður hefur yfirumsjón með uppsetningu.
Laugardaginn 1. ágúst kl. 14 opnar María Sigríður Jónsdóttir sýninguna "Vökudraumar" á svölunum í Ketilhúsinu. María er fædd á Akureyri og stundaði nám í Flórens á Ítalíu 1994-1998, þar sem hún hefur búið síðan. "Hin mildu hughrif verka Maríu líða ljúflega áfram. Skínandi björt og fíngerð hægja þau á tímans rás og bjóða áhorfandanum í friðsæla heiðríka ferð þar sem fjallagyðjur, blóm, föll og fuglar hvetja okkur til að líta heiminn nýju ljósi... Og við stöldrum við til að virða fyrir okkur verk hennar og finna nýjan lífstakt vökudraumanna", skrifar Francesca Marini, listfræðingur um verk Maríu.
Þær Halldóra og Guðrún sýna saman á ýmsum stöðum innanlands og utan. Fyrr í sumar á Ísafirði og nú sem innlegg í Listasumar á Akureyri.
Guðrún sýnir persónur sem þverskurð af mannlífinu, mótaðar í leir, en Halldóra sýnir gróður jarðar með olíu á striga.
Val verkanna er undir handleiðslu Aðalsteins Ingólfssonar, en Björn G. Björnsson sýningarhönnuður hefur yfirumsjón með uppsetningu.
Laugardaginn 1. ágúst kl. 14 opnar María Sigríður Jónsdóttir sýninguna "Vökudraumar" á svölunum í Ketilhúsinu. María er fædd á Akureyri og stundaði nám í Flórens á Ítalíu 1994-1998, þar sem hún hefur búið síðan. "Hin mildu hughrif verka Maríu líða ljúflega áfram. Skínandi björt og fíngerð hægja þau á tímans rás og bjóða áhorfandanum í friðsæla heiðríka ferð þar sem fjallagyðjur, blóm, föll og fuglar hvetja okkur til að líta heiminn nýju ljósi... Og við stöldrum við til að virða fyrir okkur verk hennar og finna nýjan lífstakt vökudraumanna", skrifar Francesca Marini, listfræðingur um verk Maríu.