Þórgunnur Oddsdóttir opnar sýningu á Café Karólínu

Þórgunnur Oddsdóttir

Íslensk landafræði

01.08.09 - 04.09.09


Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Þórgunnur Oddsdóttir opnar sýninguna “íslensk landafræði” á Café Karólínu laugardaginn 1. ágúst klukkan 15.

Þórgunnur er Eyfirðingur, fædd árið 1981. Hún stundar nám við Listaháskóla Íslands og hefur meðfram námi starfað sem blaðamaður og pistlahöfundur á Fréttablaðinu og nú síðast sem fréttamaður á RÚV.

Sýningin Íslensk landafræði er óður til gömlu landslagsmálaranna sem lögðu grunn að íslenskri myndlistarsögu og áttu með verkum sínum þátt í að vekja þjóðerniskennd í brjóstum landsmanna. Fjallið upphafna er á sínum stað, líkt og í verkum meistaranna, en þetta eru hvorki Hekla né Herðubreið heldur óárennilegir fjallgarðar sniðnir eftir línuritum yfir gengisþróun, úrvalsvísitölu, verðbólgu og tap. Landslagið sem tekið hefur við.


Nám

2007 -  Listaháskóli Íslands, myndlistardeild
2006 – Kunstskolen Spektrum, Kaupmannahöfn
2003 – 2006 Háskóli Íslands, BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði
2002 – 2003 Myndlistarskólinn á Akureyri, fornámsdeild
1997 – 2001 Menntaskólinn á Akureyri, stúdentspróf

Meðfylgjandi mynd er af einu verka Þórgunnar.

Nánari upplýsingar veitir Þórgunnur í síma 820 8188 eða tölvupósti: thorgunnur.odds@gmail.com

Næstu sýningar á Café Karólínu:
05.09.09 - 02.10.09    Ólöf Björg Björnsdóttir
03.10.09 - 06.11.09    Bryndís Kondrup     
07.11.09 - 04.12.09    Bergþór Morthens   
05.12.09 - 01.01.10    Sveinbjörg Ásgeirsdóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Bloggfærslur 29. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband