Aðalfundur Gilfélagsins þann 16. júní

gilfelagid.jpg


Gilfélagið kynnir:

Aðalfundur Gilfélagsins verður haldinn þann 16. júní klukkan 17:00 í Deiglunni.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Kosning nýrrar stjórnar.

Breytingatillögur á lögum félagsins þurfa að hafa borist félaginu 10 dögum fyrir aðalfund.

Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar.

Sjáumst í Deiglunni 16. júní klukkan fimm!

Stjórn Gilfélagsins

Heimasíða: www.listagil.is
Tölvupóstf. : gilfelag@listagil.is


Sirkusinn Shoeboxtour í Verksmiðjunni á Hjalteyri

shoeboxtour.jpg
Verksmiðjan á Hjalteyri kynnir sýningarhópinn Shoeboxtour sem samanstendur af heimsþekktum sirkuslistamönnum, þau eru á ferð um landið og sýna ljóðrænan spennandi sirkus. Leikið er undir af raftækjum, unnið með form og ætla þau að spinna af fingrum fram á Hjalteyri. Með þeim í för eru einnig sirkuslistamenn frá Finnlandi sem að ætla  að taka þátt í þessum spuna og frá Reykjavík koma tveir alíslenskir töframenn.
Sýningin verður laugardaginn 13. júní og hefst kl. 21:00, enginn aðgangseyrir.

Í Verksmiðjunni stendur nú yfir sýningin "Hertar sultarólar"
http://www.verksmidjan.blogspot.com

Bloggfærslur 9. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband