Birgir Sigurðsson opnar myndlistarsýninguna RAFVIRKI 1 2 3 í Populus Tremula.

vinnuskor_827152.jpg

 

PÁSKARNIR 2009 Í POPULUS TREMULA 11.-13. APRÍL

 

 

RAFVIRKI 1 2 3

Opnun laugardaginn 11. apríl kl.14:00

BIRGIR SIGURÐSSON

 

Laugardaginn 11. apríl kl. 14:00 mun Birgir Sigurðsson opna myndlistarsýninguna RAFVIRKI 1 2 3 í Populus Tremula.

 

Með sýningunni tengir rafvirkinn og myndlistarmaðurinn fortíð og nútíð. Efniviðurinn er fenginn úr ýmsum áttum og mörgum listformum blandað saman. Dansverk, ljósskúlptúrar, innsetning, reglugerðarupplestur og ljóðaupplestur. Dansgjörningur á opnun.

 

Sýningin verður einnig opin á páskadag og annan í páskum kl. 14:00-17:00

 

 

 

TÓNLEIKAR

Mánudagskvöldið 13. apríl kl. 21:00

JOHAN PIRIBAUER

 

Johan Piribauer söngvari, lagahöfundur og alþýðurokkari frá Lapplandi heldur tónleika í Populus Tremula að kvöldi annars í páskum. Ásamt honum koma fram Gabriel Liljenström fiðluleikari og söngkonan Maud Rombe. Johan syngur á sænsku en tónlist hans og textar sækja innblástur í menningu og náttúru Lapplands.

 

Johan hefur gefið úr fimm hljómplötur síðan 1995 og hefur flutt tónlist sína víða um heim við góðan orðstír og frábæra dóma.

Auk tónleikanna í Populus koma þau fram á Aldrei fór ég suður á Ísafirði og í Kaffi Hljómalind í Reykjavík.

 

Húsið verður opnað kl. 20:30 | Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir


OPIÐ ALLA DAGA YFIR PÁSKANA KL. 12 – 17 NEMA MÁNUDAG Í LISTASAFNINU Á AKUREYRI

kenjottar-bordi.nota

Nú stendur yfir samsýning fimm málara í Listasafninu á Akureyri sem eiga það sameiginlegt
að vinna óhlutbundið, en síðustu árin er engu líkara en að abstrakt-expressjónisminn hafi
gengið í endurnýjun lífdaga á Íslandi. Hér eru á ferðinni athyglisverðar og upprennandi
listakonur, ástríðufullar og flestar lítt þekktar. Laufey Johansen, Maja Siska, Arna Gná
Gunnarsdóttir, Anna Jóelsdóttir og Guðný Kristmannsdóttir. Allar hafa þær náð að skapa
sér sérstakan tjáningarmáta sem einkennist af fítonskrafti, hugmyndaauðgi og smitandi
sköpunargleði og ber vott um þá miklu grósku og óþrjótandi möguleika sem abstraktlistin
býður upp á.
Í tengslum við sýninguna hefur Listasafnið á Akureyri gefið út glæsilega 168 síðna bók
á ísensku og ensku með greinum eftir Hannes Sigurðsson, Bjarna Sigurbjörnsson og
Aðalstein Eyþórsson, ásamt hugleiðingum þátttakenda.
Nánari upplýsingar veitir Hannes í síma 461-2610 / 899-3386. Netfang: hannes@art.is.
Sýningunni lýkur 10. maí.
Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17
Aðgangur ókeypis


Sýningin Förumenn og flakkarar opnar í Leikminjasafninu í Laxdalshúsi

Sýningin Förumenn og flakkarar opnar laugardaginn 11. apríl kl. 14:00 í Laxdalshúsi á Akureyri.

Markmiðið með sýningunni er að varpa nokkru ljósi á förumenn og flakkara.  Betl, förumennska og vergangur var umborið í fyrri tíð, enda höfðu förumenn ákveðið hlutverk í samfélaginu, s.s. að flytja fréttir, segja sögur, kveða og fara með þulur, ásamt smákaupskap og lausavinnu.  Þegar vel áraði var umburðarlyndið gagnvart þeim meira og þeir fóru síður svangir frá bæ.  Má segja að þeir hafi fengið sögulaun og oft voru þetta viðburðir í sveitum þegar förumenn komu á bæi.  Úr slíku dró í slæmu árferði, þá gekk nánasta heimilisfólkið fyrir og þeir lægra settu liðu skort.

Veitingar verða í boði.

Laxdalshús verður opið alla páskahelgina milli 14:00-17:00.

Höfundar að sýningunni eru Þórarinn Blöndal myndlistarmaður og Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur.

Sýningin er styrkt af Eyþing.

Meðfylgjandi mynd er í eigu Minjasafnsins á Akureyri.


Leikminjasafnið í Laxdalshúsi.


Bloggfærslur 9. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband