Sýning um bækur, rithöfunda, skáld, prentsmiðjur og útgáfustarfsemi í GalleríBOXi

Laugardaginn 28. nóvember kl. 14 opnar sýningin Bráðum – áminning um möguleika gleymskunnar á Akureyri. Sýningin verður í GalleríBOXi, sal Myndlistarfélagsins fram til 6. desember.
Sýningin fjallar í stuttu máli sagt um bækur, rithöfunda, skáld, prentsmiðjur og útgáfustarfsemi í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Sérstaklega hefur víða verið leitað fanga til að bregða upp mynd af Akureyri í bókmenntum og bókmenntum á Akureyri. Hægt verður að skoða forvitnilegar bækur, gleymda höfunda og forvitnast um að því er virðist týnda kynslóð skálda.
Á staðnum verður horn til að grúska í bókum og tímaritum og alltaf heitt á könnunni. Ásprent og Menningarráð Eyþings gerðu það kleyft að setja sýninguna upp og eru þeim bestu þakkir færðar.
Sýninguna vinna Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Hjálmar Stefán Brynjólfsson. Sýningin er sú fyrsta af þremur sem tengjast bókmenningu og margmiðlun. Í undirbúningi er sýningin reimleikur/húslestur fyrir árið 2010.
Nánari upplýsingar veitir Hjálmar í síma 849 – 3143 eftir kl. 16.


Bloggfærslur 25. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband