Hrefna Harđardóttir opnar sýningu í DaLí Gallery

hh_disir09.jpg

Hrefna Harđardóttir opnar sýninguna DÍSIR í DaLí Gallery, Brekkugötu 9 á
Akureyri, fyrsta vetrardag laugardaginn 24. október kl. 14-17.

Undanfarin ár hefur Hrefna veriđ ađ móta í leir, myndir af fornum gyđjum
og ţannig reynt ađ skilja formćđur sínar og heiđra kvenmenningararfinn,
ţví sagt er; án fortíđar er engin framtíđ.
Ađ ţessu sinni hefur hún valiđ ađ ljósmynda ţrettán dásamlegar nútímakonur
og gert ţćr ađ táknmyndum DÍSA. Međ ţví vill hún sýna hvađ konur geta
veriđ fagrar, flottar, duglegar og klárar og hve máttur ţeirra er mikill.
Menn kvöddu sumar og heilsuđu vetri međ blóti, bćđi til gođa og vćtta og
ekki síst dísa og ţannig kveđur hún sumar og heilsar vetri á fyrsta
vetrardegi áriđ 2009.

Sýningin stendur til 8. nóvember og er opin laugardaga og sunnudaga kl.14-17.
Upplýsingar í síma 862-5640 og hrefnah(hjá)simnet.is

Allir velkomnir.
Bestu kveđjur
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
s. 8957173/8697872
daligallery.blogspot.com


Íslensk samtímahönnun í Ketilhúsinu

bo_skort_a_syninguna_slensk_samtimahonnun.jpg


Sýningin Íslensk samtímahönnun
Húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr í Ketilhúsinu

Á laugardaginn klukkan 14 opnar í Ketilhúsinu á Akureyri sýningin Íslensk
samtímahönnun - Húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr og verđur viđ ţetta
tćkifćri afhent fyrsta eintak bókarinnar Íslensk samtímahönnun.  Ţetta er
fyrsta bókin sem sinnar tegundar sem bregđur upp yfirliti yfir störf
íslenskra hönnuđa á síđustu árum.  Valin eru verk sem gefa sem
fjölbreyttasta mynd af starfi íslenskra hönnuđa samtímans hvort sem ţađ eru
snjóflóđavarnargarđarnir á Siglufirđi eđa barinnréttingar í Hong Kong.

 Fátt er eins lýsandi fyrir mannlegt samfélag og ţađ umhverfi sem mađurinn
hefur mótađ til daglegra athafna. Segja má ađ í manngerđu umhverfi birtist
spegilmynd hönnunarsögunnar; ólíkar myndir hönnunar, breytilegar eftir
tíđaranda, gildismati, ríkjandi hugmyndafrćđi, túlkun  og ađstćđum hverju
sinni.

Á sýningunni, sem var hluti af Listahátíđ Reykjavíkur og var sett upp á
Kjarvalsstöđum í sumar, er sýnd íslensk samtímahönnun ţar sem er unniđ međ
tengsl ţriggja hönnunargreina, húsgagna- og vöruhönnun og arkitektúr sem
eiga stóran ţátt í ađ móta manngert umhverfi međ samspili sín á milli. Á
sýningunni er samhengi ţeirra skođađ og hvernig ţćr eru samofnar mannlegri
hegđun allt frá ţví ađ eiga ţátt í  ađ skipuleggja tímann, vćta kverkarnar
eđa  verja okkur fyrir náttúruhamförum. Sýnd eru gríđarstór mannvirki og
fínleg nytjahönnun sem eiga ţó ţađ sameiginlegt ađ tilheyra manngerđu
umhverfi og vera mótandi ţáttur í ţví.

Sýningunni Íslensk samtímahönnun er ćtlađ ađ vera spegill ţess sem telja má
á einn eđa annan hátt gćđi í íslenskri hönnun undanfarin ár. Markmiđiđ er ađ
árétta gildi góđrar hönnunar og öflugs hugvits fyrir mannlegt samfélag -
verđmćti  til ađ virkja  til framtíđar.

Sýnd eru verk frá um 20 hönnuđum sem eru valin međ ţađ í huga ađ eiga erindi
ytra til frekari kynningar, sölu eđa framleiđslu en frá Akureyri fer
sýningin til Norđurlandanna og svo alla leiđ til Kína ţar sem hún verđur
sett upp á Expó í Shanghai á nćsta ári.

Samhliđa hönnunarsýningunni er kynning á verkum ungra, efnilegra hönnuđa í
samvinnu viđ Hönnunarsjóđ Auroru.

Sýningarstjóri er Elísabet V. Ingvarsdóttir og mun hún leiđsegja um
sýninguna sunnudaginn 24. október klukkan 13.30.
Sýningin er samstarf Akureyrarstofu, Menningarmiđstöđvarinnar í Listagili og
Hönnunarmiđstöđvar Íslands og Listahátíđar í Reykjavík.

Nánari upplýsingar veita Halla Helgadóttir framkvćmdastjóri
Hönnunarmiđstöđvar Íslands í síma 699 3600 og Elísabet V. Ingvarsdóttir
sýningarstjóri í síma  860 0830


Bloggfćrslur 21. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband