Gestalistamaður gilfélagsins, Scott Rogers, með opna vinnustofu

scott_777492.jpg

Gestalistamaður Gilfélagsins, Scott Rogers, verður með opna vinnustofu næstkomandi föstudagkvöld, þann 23. Janúar. Gestir og gangandi eru velkomnir í spjall. Endilega komið og takið vini og vandamenn með.
Það verður opið frá 18:00 og frameftir fyrir gesti og gangandi.

Nánari upplýsingar um Scott Rogers má finna hér og á vefsíðu hans.

Gestavinnustofan er einnig komin á Facebook og má finna slíðu hennar hér.


The guest artist of January, Scott Rogers, will have an open studio this Friday evening, 23rd January. The studio opens at 18:00 and will be open throughout the evening. Everyone is welcome to come by, talk with the artist and socialize.

More information on Scott Rogers can be found here and on his website.

The Guest artists' studio now has its own facebook page for those who are interested, the site can be found here.


Nýtt verk á VeggVerki og opnunarveisla í GalleríBOXi

VeggVerk
Strandgötu 17

STYRKUR
24.01 - 07.03.2009

Níu manna hópur úr listhönnunardeild Myndlistarskólans á Akureyri
sýnir veggverkið Styrkur. Verkið er þrívíddarverk með skírskotun í
tölvuleikinn vinsæla Super Mario Bros.

Sveppurinn í tölvuleiknum, sem verkið byggist á,  gefur einmitt
leikendum aukinn styrk, og þaðan er nafn verksins runnið.

Markmiðið með verkinu er að skapa eitthvað myndrænt og táknrænt sem
jafnframt á skírskotun í nútímann. Með verkinu viljum við líka gefa
þeim sem þess njóta aukinn styrk á þessum erfiðu tímum sem nú eru
uppi.

Opnunarpartý í tilefni af sýningu verksins verður haldið í Gallerí
Boxi, Kaupvangsstræti 10, laugardaginn 24. janúar kl. 20.00. Allir
VELKOMNIR.


Hópurinn:

Aldís María Valdimarsdóttir
Ásta Rut Björnsdóttir
Berglind H Helgadóttir
Dagrún Íris Sigmundsdóttir
Guðrún Huld Gunnarsdóttir
Helgi Vilberg Helgason
Karen Lind Árnadóttir
Sindri Smárason
Unnur Jónsdóttir

www.veggverk.org
Verkefnastjóri: Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Sími: 6630545


Bloggfærslur 22. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband