Gallerí Víð8tta601: Hanna Hlíf Bjarnadóttir og Þórarinn Blöndal.
29.08.-30.09.2008
Hanna Hlíf og Þórarinn sýna verkið Stuðlar í hólmanum í Leirutjörn. Þetta er fyrsta samsýning þeirra hjóna en verkið samanstendur af 8 speglum og er heiti þess vísun í endurtekningu á ákveðinni formfestu speglanna en sjónræn upplifun ræðst af staðsetningu áhorfandans.
Þórarinn Blöndal er fæddur á Akureyri 25. október 1966, hann stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og Handíðaskólann og í Academie van Beldende Kunsten í Rotterdam, Hollandi. Ásamt því að halda sýningar sjálfur hefur Þórarinn staðið fyrir ýmsum listviðburðum og tekið virkan þátt í félagsstarfsemi á Akureyri. Stofnaði gallerí02 og rak það ásamt Jónasi Viðari, var í stjórn Gilfélagsins um árabil, var einn af stofnendum Myndlistarfélagsins og situr í stjórn þess og er einn af stofnfélögum Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Þórarinn hefur komið að ýmsum verkefnum tengdum söfnum víða um land, bæði sem hönnuður og að uppsetningu sýninga og sem sýningarstjóri. Undanfarna vetur hefur Þórarinn kennt myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri.
Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk síðan prófi frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2006. Hefur hún haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmislegri menningarstarfsemi á Akureyri. Stofnaði galleríBOX 2005 ásamt öðrum og rak það til 2007 en það er staðsett í Kaupvangsstræti 10, Akureyri. Auk þess hefur hún hannað ýmsar verslanir og starfar sem innkaupastjóri Rexín á Akureyri.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 13:08
Styrkir Menningaráætlunar Evrópusambandsins

Menningaráætlun Evrópusambandsins veitir styrki til verkefna í öllum listgreinum og á sviði menningararfleifðar auk þess að styrkja starfsemi evrópskra tengslaneta og menningarstofnana. Áætluninni er ekki skipt milli menningarsviða. Samstarfsverkefni geta verið innan einnar listgreinar eða menningarsviðs, s.s. leiklistar, tónlistar, myndlistar, menningararfs o.s.frv. eða verið þverfagleg í samstarfi ólíkra greina.
Hægt er að sækja um:
- Styttri samstarfsverkefni (Strand 1.2.1)
Meðal skilyrða er að verkefnið sé samstarfsverkefni a.m.k 3 landi og standi yfir í mesta 2 ár.Styrkfjárhæð 50 200 þúsund evrur.
Umsóknarfrestur 1. október
- Samstarf til lengri tíma (Strand 1.1.)
Meðal skilyrða er að verkefnið sé samstarfsverkefni a.m.k 6 landa og standi yfir í 3-5 ár. Styrkfjárhæð 200 500 þúsund evrur á ári.
Umsóknarfrestur 1. október
Nánari upplýsingar og tengingar á umsóknareyðublöð ofl. eru á vefsíðu Upplýsingaþjónustu Menningaráætlunar ESB www.evropumenning.is
Menningaráætlunin styrkir einnig starfsemi evrópskra menningarstofnana, samstarfsnet og evrópska menningarviðburði. og menningarborgir Evrópu. Einnig eru veitt evrópsk menningarverðlaun á vegum áætlunarinnar s.s á sviði menningararfs og byggingarlistar. Fljótlega verður einnig komið á laggirnar evrópskum bókmenntaverðlaununum og dægurtónlistarverðlaunum.
Umsókn þarfnast töluverðs undirbúnings. Starfsmenn upplýsingaþjónustu Menningaráætlunarinnar veita ráðgjöf á öllum stigum umsóknarferlis.
Með kveðju
Menningaráætlun ESB / The European Union's Culture Programme
Upplýsingaþjónusta menningaráætlunar ESB / Cultural Contact Point Iceland
Túngata 14, 101 Reykjavik, Iceland
+354 562 63 88
email: info(hjá)evropumenning.is
www.evropumenning.is