Sigtryggur Bjarni Baldvinsson opnar í Jónas Viðar Gallery

eyjafjardara_me_bliki_654867.jpg

Laugardaginn 30. ágúst opnar sýning Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar í
Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri.  Á sýningunni verða ný
olíumálverk Sigtryggs af Eyjafjarðará.
Listamaðurinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að því að gera
straumvatni skil í verkum sínum í formi olíumálverka, vatnslitamynda,
lágmynda og innsetninga. Út frá verkum Sigtryggs má velta upp
spurningum varðandi samhliða eðli málverksins og vatnsyfirborðs. Þegar
horft er á vatnsflöt er það ekki vatnið sjálft sem sést heldur það sem
speglast í vatninu og sést í gegn um það. Færa má rök fyrir því að
gildi listaverks felist einmitt í því sama.

Sýningin er 20. einkasýning Sigtryggs og opnar kl. 14.30.

______________________________________________

Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Anna Gunnarsdóttir opnar sýningu í Ketilhúsinu

„Dulmögn djúpsins”
Velkomin á opnun sýningar minnar í Ketilhúsinu 30. ágúst kl. 16:00
Sýningin stendur til 22. september 2008
Léttar veitingar í boði.

Anna Gunnarsdóttir

 

Talið er að upphaf lífsins hafi verið í sjónum. Botn hafsins hefur margt að geyma
þar sem enginn hefur komið og aðeins ímyndunaraflið ræður för.
Líkt og í sál mannsins er þar ýmislegt okkur dulið.
Síðan ég var lítil stelpa að leika mér í fjörunni hefur mig alltaf langað til þess að
kanna dulda heima djúpsins og margbreytilegum formum hinna ýmsu dýra.
Þetta er mín sýn á djúpi hafsins og dulmögnun þess.


Anna Gunnarsdóttir lærði textíl hönnun í
Bandaríkjunum, Danmörku og á Íslandi. Hún hefur
aðallega fengist við vinnslu á þæfðri ull og textíl. Hún
blandar saman nytjavöru, myndlist og fatahönnun með
þessum miðlum.
Hún hefur að baki fjölmargar sýningar, þar á meðal yfir
um 38 samsýningar og hefur hlotið fjölda verðlauna og
viðurkenningar fyrir verk sín.
Hún er annar eigandi gallerí “Svartfugl og Hvítspóa” í miðbæ Akureyrar.
Anna var valin bæjarlistamaður Akureyrar árið 2008.


Sýningin Portraits of the north opnar klukkan 17 í Amtsbókasafninu á Akureyrarvöku


Ykkur er boðið að vera við opnun sýningarinnar Portraits of the north á laugardag klukkan 17 í Amtsbókasafninu en sýningin er hluti af dagskrá Akureyrarvöku. 
Um er að ræða áhrifamiklar blýantsteikningar af fólki úr frumbyggjabyggðum Norður-Kanada og hefur sýning farið víða frá árinu 2006 . 
Myndirnar eru eftir listamanninn Gerald Kuehl og koma frá Listasafni Manitoba en sýningin er í boði Manitobastjórnar.
Peter Bjornsson menntamálaráðherra Manitoba mun opna sýninguna en hann í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.
Álftagerðisbræður syngja við opnunina og léttar veitingar verða í boði.

Vert er að minnast á meiri menningu tengda Manitoba sem hægt er að njóta á Akureyrarvöku.
Jaxon Haldane og Chris Saywell úr Bluegrass hljómsveitinni DRangers spila á föstudagskvöld í Lystigarðinum við setningu Akureyrarvöku, auk þess sem þeir félagar eru hluti af lokaatriði Akureyrarvöku á laugardagskvöldið
Freya Olafson listakona sýnir video-danslistaverkið New Icelander klukkan 20.30 í Húsinu í Rósenborg og verður einnig þátttakandi í lokaatriði Akureyrarvöku.

Að síðustu er það þing Þjóðræknisfélags Íslendinga sem haldið verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun frá klukkan 13 - 16.  Á dagskrá þingsins verða ávörp ráðherra, bæjarstjórans á Akureyri og aðalræðismanns Íslands í Winnipeg. Flutt verður minni Árna Bjarnarsonar og fjallað um Sigríði móður Nonna auk þess sem sýning henni tileinkuð verður sett upp á fundarstað. Sagt verður frá starfi Vesturfarasetursins á Hofsósi og greint frá 10 ára öflugu starfi Snorraverkefnisins. Það verkefni hefur blásið nýju lífi í samskiptin milli afkomenda íslenskra landnema í Vesturheimi og Íslands og tengt starfið enn betur við byggðir landsins einum á norður- og austurlandi. Hópur úr Snorri Plus verkefninu verður á Akureyri við þetta tækifæri. 

Það eru allir hjartanlega velkomnir á þingið.

(Lára Stefánsdóttir tók myndina af Amtsbókasafninu)


Grálist út um allan bæ á Akureyrarvöku

syning_i_deiglunni

Grálist-engin smálist

Út um allan bæ eins og gráir kettir á Akureyrarvöku! Án titils.

Setur einhver heimsmet á Akureyrarvöku? Er Mosfell í miðbæ? Verður þú úr fókus? Sjáðu, er fylgst með þér?  Hæ hó jibbí jei, er ísbjörn á ferli rétt einu sinni enn? Ég fíla hrossaflugur, Stefnumót við Mikines, Fegurð fjalla, Tálsýn, Umhyggju, Naflaskoðun og  Samtal við mig sjálfan.

Grálist-engin smálist myndlistasýning í Deiglunni, Kaupvangsstræti  og um allt á Akureyrarvöku. Sýningin stendur til 31.ágúst.

Artgroup Grálist

www.gralist.wordpress.com

Samsýningin GRÁLIST engin smá list inniheldur verk eftir listamennina Stein Kristjánsson, Karenar Dúu Kristjánsdóttir, Guðrúnu Vöku, Dögg Stefánsdóttur, Sveinbjörgu Ásgeirsdóttur, Ingu Björk Harðardóttur, Herthu Richardt, Margeir Dire Sigurðsson, Sigurlín M. Grétarsdóttur, Kristínu Guðmundsdóttur, Unni Óttarsdóttur, Steinunni Ástu Eiríksdóttur, Ásu Ólafsdóttur og Dagrúnu Matthíasdóttur


Bloggfærslur 29. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband