Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opnar sýningu í Bragganum

 braggi_forsida

Fagurt og frítt
Á laugardaginn 28. júní verður fimmta Braggasýningin opnuð í Öxarfirði.
Umfjöllunarefnið er tilhugalíf, frjósemi, væntingar og vonir.
Yst sýnir 13 verk: teikningar á léreft og pappír, ásamt skúlptúr, innsetningu og atómljóði á ensku. Óskað er eftir þýðingu á ljóðinu yfir á íslenska tungu. Verðlaun fyrir bestu þýðinguna verða veitt í sýningarlok og eru þau teikning eftir Yst .
Aðgangseyrir er enginn og verkin ekki verðlögð.
Sýningin stendur til 13. Júlí og er opin alla daga frá kl 11 til kl 18.


Ása Óla sýnir í Listasal Saltfisksetursins

thumb.php?file=%C1sa_%D3la_litil_2 Geisha ofl.


Ása Óla opnar málverkasýningu í Listasal Saltfisksetursins laugardaginn 21. júní kl. 14:00 sýninguna kallar hún Geisha ofl.
Ása Óla er fædd á Húsavík 1983 og er uppalin á Hveravöllum í Reykjahverfi.
Hún útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007 af fagurlistabraut. Einnig hefur hún farið á ýmis námskeið s.s í keramiki, módelteiknun og ljósmyndun.
Hún er virkur meðlimur í samsýningahópnum Grálist.
Geisha ofl. er önnur einkasýning Ásu eftir nám.

Sýningin stendur til 7. júlí.
Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11-18.

Bloggfærslur 24. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband