13.6.2008 | 09:41
Arnar Ómarsson opnar sýninguna "Með eigin augum" á Café Karólínu
Arnar Ómarsson
Með eigin augum
14.06.08 - 04.07.08
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Arnar Ómarsson opnar sýninguna "Með eigin augum" á Café Karólínu laugardaginn 14. júní 2008.
Arnar er búsettur í Freyjulundi í Eyjafirði. Hann varð stúdent frá MA 2007 og starfaði sem umbrotsmaður og ljósmyndari hjá DV 2007-2008. Arnar er nemandi í Dieter Roth Akademíunni og er á leið í ljósmyndanám til London í haust. Hann segir um verkin sem hann sýnir á Café Karólínu: "Þessi sýning er tilraun til að sýna daglegt líf í Íran með mannlífsmyndum. Allar myndirnar eru frá ferð um Íran á síðasta ári."
Nánari upplýsingar um Arnar Ómarsson er að finna á http://freyjulundur.is og netfangið er arnar@freyjulundur.is og í síma 8238247
Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. júlí, 2008.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
05.07.08-01.08.08 Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08 Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08 Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08 Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08 Þorsteinn Gíslason
13.6.2008 | 09:01
Sara Riel setur upp VeggVerk
VeggVerk kynnir:
Laugardaginn 14. júní 2008 opnar Sara Riel sýninguna
"ALL HAIL THE BRAIN",
Sara Riel (fædd 1980) býr og starfar í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Listnámsbraut FB vorið 2000, hóf hún nám við myndlistadeild Listaháskóla Íslands, undir leiðsögn Ingólfs Arnarssonar. Árið seinna eða 2001 flutti hún sig um set og hélt myndlistanámi áfram við Kunsthochschule Berlin-Weissensee undir leiðsögn Karin Sander, Inge Mahn og Bernt Wilde. Þaðan útskrifaðist hún árið 2005 með MA gráðu, ennfremur hlaut hún verðlaun sem framúrskarandi erlendur nemandi af DAAD. Á árunum 2005-06 var hún Meisterschüler (heiðursnemandi) KHB.
Strax á námsárunum varð Sara Riel virk í sýningarhaldi, bæði í söfnum og galleríum en einnig á götum ýmissa borga, þar sem hún varð áberandi þátttakandi í Urban art senu Evrópu. Sara sýndi meðal annars í Hamburger Bahnhof (Í samvinnu við Egil Sæbjörnsson, Elínu Hansdóttur, Sigurð Guðjónsson og Ásdísi Sif Gunnarsdóttur), gallery 2YK og Kunstraum Bethanien á fyrstu tveimur Backjumps sýningunum, í Tokio í samvinnu við Tokio Wondersite og Göthe Institute. Auk þess sem hún stóð fyrir alþjóðlegum Urban Art hátiðum- Gata: the Gathering bæði á Íslandi og í Berlin.
Eftir útskrift 2006, hefur Sara tekið þátt í nokkrum samsýningum, meðal annars einni í Teheran, Iran auk þess að hafa haldið þrjár einkasýningar, tvær á Íslandi og eina í Kína, þar sem hún tók þátt í vinnustofudvöl í janúar til mai 2008 í Xiamen (CEAC).
Sara Riel er hefur einnig skapað sér orðstýr sem grafískur hönnuður. Hún hannaði plötuumslög fyrir Steintrygg (Sigtrygg Baldursson), Ólöfu Arnalds og Skakkamanage. Einnig hefur hún myndskreytt fyrir tímaritið Grapevine, hannað vefsíður og komið að útlisthönnunar opinberra staða.
"Í listsköpun minni er það hugmyndin sem ræður miðlinum. Ég reyni að spyrja spurninga sem vakna við athugun á raunveruleikanum án þess að reyna að svara þeim á beinskeyttan hátt. Með myndverkunum leitast ég eftir að vekja tilfinningu fyrir augnablikinu sem geta örvað hugmyndaflug áhorfandans. Tilgangurinn er að gefa til kynna sögu eða skoðun sem endurspegla samtíman og eigin upplifanir, án þess að vilja segja eða sýna hið augljósa. Áhorfandinn veðrur að hafa rými til þess að túlka á sinn sérstæða máta.
www.veggverk.org