11.6.2008 | 13:02
Sýningin HLASS opnar á Halstjörnunni í Öxnadal
H L A S S
Opnun 20.06.2008
18:00-20:00
21.06 - 21.07 2008
Hlynur Hallsson // Huginn Arason // Jóna Hlíf Halldórsdóttir // Karlotta Blöndal // Karen Dúa Kristjánsdóttir // Níels Hafstein // Unnar Örn Jónsson Auðarson
Gjörningur // Habbý Ósk
21:00 Uppákoma // Gunnhildur Hauksdóttir
Halastjarna veitingahús kynnir:
22:00 SÚKKAT + Fiskisúpa = 1.500 krónur
Súpan er framreidd á milli 18:00-22:00
borðapantanir í síma 461 2200
Hugmyndin á bak við sýninguna er að setja óvenjulegan bæjarviðburð í hversdagslegt sveitaumhverfi. Hvetja fólk til þess að koma að Hálsi, njóta náttúrudýrðarinnar, ganga upp að Hraunsvatni, minnast ljóða Jónasar Hallgrímssonar og fá sér góðan mat á Halastjörnunni. Hlaðan stendur í dag að miklu leyti ónýtt en með því að halda þar sýningu er hægt að sýna möguleikana sem felast í þessum ónýttu rýmum til sýningarhalds eða annarra viðburða, en þannig er farið með fleiri hlöður á landinu en að Hálsi. Þannig er hægt að glæða þær lífi og skapa úr þeim nýtt umhverfi, og koma þannig lífi í þessar undirstöður sveita landsins. Það er þekkt fyrirbæri að menningarviðburðir á fáförnum slóðum dregur fólk að, og sáir skapandi frjókornum í huga þeirra sem þangað koma. Þannig ganga gömul rými oft í endurnýjun lífdaga og fá á endanum nýtt hlutverk eftir að listamenn hafa bent á möguleikana sem í því felast.
www.hlass.blogspot.com
Verkefnastjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir
sími 6630545
Sonja Lind Eyglóardóttir (Húsfreyja á Halastjörnu Veitingahúsi)
sími 4612200
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2008 | 12:20
Hannah Kasper í gestavinnustofu Gilfélagsins í júní
Listamaður Gestavinnustofu Gilfélagsins í júní er Hannah Kasper. Hún heldur sýningu í gallerí BOXi 21. 29. júní.
Innblásin af draumum, bíómyndum, gömlum byggingum, bernskuminningum og ímyndunum eru málverk Hönnuh Kasper af yfirgefnu innanhúsrými laustengd atburðarrás í ímynduðu ævintýri. Samhengi ævintýrisins ræðst af nærveru óséðrar söguhetjunnar sem er í stöðugri leit að einhverju eða einhverjum. Viðfangsefni málverkanna eru leikmunir sem tengjast atburðarrás sögunnar og gjarnan minningum, draumum eða ótta listamannsins. Rýmið er notað til að búa til leiksvið þar sem áhorfendur geta nýtt sér sjónrænar vísbendingar sem gefnar eru og skapað þær frásagnir sem þeir vilja.
Hér er á ferðinni hugleiðing um hið yfirgefna og jafnframt afneitun vitræns raunsæis en einnig samspils ljóss og sjónarhorns. Málningin er lagskipt og stundum skafin upp til að afhjúpa teikninguna eða yfirborð viðarins sem er undirliggjandi eins og beinagrind yfirgefinnar byggingar eða þokukenndrar minningar.
Ákvörðunin um að myndgera umhverfi sem byggist á ímyndunarafli umbreytir rýminu af meðvitaðu óraunsæi.
Hannah Kasper er fædd í New York 1981. Hún útskrifaðist með MFA gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi og er með BFA gráðu í málaralist úr Tyler School of Art íPhiladelphia og Róm.
Hannah Kasper is a guest in our studio in june. She is having an exhibit in Gallery BOX in june 21 29.
Inspired by dreams, movies, old buildings, childhood memory and fiction, Hannah Kasper's paintings of vacant interiors are loosely episodic scenes of an imagined adventure. The constant in this adventure is an unseen protagonist who is searching for something or someone. Objects in the paintings are props that allude to the actions of the story, and often to the artist's own memories, dreams and fears. The interior is used to create a stage upon which viewers can take the visual clues provided and project the narratives they wish -- to look for what is missing.
There is consideration toward the concept of ruin and abandon, as well as a denial of logical realism such as light sources or perspective. Paint is layered and sometimes peeled off to reveal drawing or wood underneath, like the skeleton of an abandoned building or a blurred memory. The decision to depict an environment that is based in fantasy renders the space decidedly unreal.
Hannah Kasper was born in New York in 1981. She received her MFA from Glasgow School of Art in Scotland and her BFA in Painting from Tyler School of Art in Philadelphia andRome.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
www.artistsstudio.blogspot.com