Sigurlín M. Grétarsdóttir - Lína opnar sýninguna "HVERFUL NÁTTÚRA" á Veggverk á Akureyri laugardaginn 10. maí

veggverk.jpg

VeggVerk

Sigurlín M Grétarsdóttir - Lína opnar sýninguna "HVERFUL NÁTTÚRA" á Veggverk á Akureyri laugardaginn 10. maí.

Á Veggverk ætlar Lína að mála röndótt þrívíddarverk sem maður getur ímyndað sér að sé einskonar landslag. Þar er hún að fjalla um  hvað við mannfólkið erum að fjarlægast náttúruna þar sem má túlka þjóðfélagið í dag sem hálfgerðan sýndarveruleika.

,,Ég er að fjalla um hve hverful náttúra okkar er og hver birtingarmynd hennar er í mannskepnunni og hvað hún er síbreytileg. Hvernig sýndarveruleiki mannsins endurspeglar náttúru okkar og að maðurinn hverfur meira á vit sýndarveruleikans.

Náttúran sjálf er hverful og kröftug. Við höfum reynt að beisla hana um leið og við lifum í sátt og samlyndi við hana. Er sýn okkar á stórkostlega náttúruna að hverfa á vit sýndarveruleikans? Erum við ennþá náttúrubörn eða börn sýndarveruleika og eigin hverfulleika? Getum við virkjað okkar innri náttúru í stað þess að fórna náttúru landsins?"

Lína útskrifaðist af fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri 2007. Þar á undan hafði hún stundað nám við Iðnskólann í Hafnarfirði í 3 ár á hönnunarbraut og útskrifaðist þaðan sem tækniteiknari.

Lína er annar eigenda DaLí Gallery á Akureyri ásamt listakonunni Dagrúnu Matthíasdóttur.

Lína tekur á móti gestum í tilefni opnunar Veggverks á DaLí Gallery, Brekkugötu 9 kl. 17:00-20:00

www.veggverk.org

Sýningarstjóri: Jóna Hlíf Halldórsdóttir

sími. 6630545


VORSÝNING 2008

nem_fornam

Þrítugasta og fjórða starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.

Fjörutíu og fjórir nemendur stunduðu nám í dagdeildum skólans og af þeim munu sautján brautskrást frá skólanum að þessu sinni. Þrír sem grafískir hönnuðir, Friðlaugur Jónsson, Karl Halldór Reynisson og Margrét Ingibjörg Lindquist. Þrír sem myndlistarmenn, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Inga Björk Harðardóttir og Margeir Sigurðsson. Ellefu úr fornámsdeild, Berglind H. Helgadóttir, Bjartur Karlsson, Dagrún Íris Sigmundsdóttir, Guðrún Eysteinsdóttir, Gunnar Rúnar Guðnason, Heiða Erlingsdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Sindri Smárason, Unnur Jónsdóttir og Þuríður  Sverrisdóttir

Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barna- og unglinganámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri um helgina. Sýningin verður opin kl. 14:00 til 18:00 laugardag, sunnudag og mánudag, annan í hvítasunnu.

Heimasíða skólans: www.myndak.is

VORSÝNING 2008
Myndlistaskólinn á Akureyri.
Opin helgina 10. - 12. maí kl. 14:00 - 18:00
Sýningarstaður: Kaupvangsstræti 16

Velkomin á sýningu Fjölmenntar

frumbyggjalist.jpg

Velkomin á opnun sýningar Fjölmenntar "Fornminjar og frumbyggjalist" sem opnuð verður á morgun, fimmtudaginn 8. maí klukkan 17:00 í Amtsbókasafninu á Akureyri. Eyþór Ingi syngur nokkur lög við opnun.


Steinn Kristjánsson með Innilega útilegu í Populus tremula

steinn-10_5.jpg

Populus Kynnir:

INNILEGA-ÚTILEGA

STEINN KRISTJÁNSSON

Laugardaginn 10. maí kl. 14:00 opnar sjónlistamaðurinn Steinn Kristjánsson sjónlistasýninguna Innilega útilegu í Populus tremula. Þar verður sumarfríinu þjófstartað og hver veit nema tekin verði nokkur gömul og góð útilegulög og jafnframt frumflutt ný innilegulög. Þarna er um að ræða tilraun um mörk innra og ytra rýmis í formi hinnar einu sönnu íslensku útilegustemmingar.

Einnig opið sunnudaginn 11. maí kl. 14:00-17:00.

http://poptrem.blogspot.com


Bloggfærslur 7. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband