Sigurlín M. Grétarsdóttir - Lína opnar sýninguna "HVERFUL NÁTTÚRA" á Veggverk á Akureyri laugardaginn 10 maí



Á Veggverk ætlar Lína að mála röndótt þrívíddarverk sem maður getur ímyndað sér að sé einskonar landslag. Þar er hún að fjalla um hvað við mannfólkið erum að fjarlægast náttúruna þar sem má túlka þjóðfélagið í dag sem hálfgerðan sýndarveruleika.

,,Ég er að fjalla um hve hverful náttúra okkar er og hver birtingarmynd hennar er í mannskepnunni og hvað hún er síbreytileg. Hvernig sýndarveruleiki mannsins endurspeglar náttúru okkar og að maðurinn hverfur meira á vit sýndarveruleikans.

Náttúran sjálf er hverful og kröftug. Við höfum reynt að beisla hana um leið og við lifum í sátt og samlyndi við hana. Er sýn okkar á stórkostlega náttúruna að hverfa á vit sýndarveruleikans? Erum við ennþá náttúrubörn eða börn sýndarveruleika og eigin hverfulleika? Getum við virkjað okkar innri náttúru í stað þess að fórna náttúru landsins?"

Lína útskrifaðist af fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri 2007. Þar á undan hafði hún stundað nám við Iðnskólann í Hafnarfirði í 3 ár á hönnunarbraut og útskrifaðist þaðan sem tækniteiknari.

Lína er annar eigenda DaLí Gallery á Akureyri ásamt listakonunni Dagrúnu Matthíasdóttur. Lína tekur á móti gestum í tilefni opnunar Veggverks á DaLí Gallery, Brekkugötu 9 kl. 17-20

Þjónustumiðstöðin Marína

image001

Fyrirhugað er að opna þjónustumiðstöð við skemmtiferðaskip þau er eiga viðdvöl á Akureyri undir heitinu Marína.  Áhersla verður lögð á að mæta þörf á miðstöð fyrir gesti og áhafnir skemmtiferðaskipa sem heimsækja Akureyri.  Markmið þjónustumiðstöðvarinnar er að kynna íslenska matarmenningu og menningararfleifð þá er leynist í handverki Íslendinga.  Mikill metnaður verður lagður í vel framsetta minjagripaverslun sem skal skarta handgerðum íslenskum munum eins og frekastur er kostur.  Sjá nánar um verkefnið www.marina.is

Opnun miðstöðvarinnar verður í lok maímánaðar.  Skipulagning er í fullum gangi og verður leitast við að skapa eins þjóðlegan anda í vöruvali og kostur er.

Nú auglýsi ég eftir aðilum með vandaðar vörur í þjóðlegum anda sem gætu passað í vöruúrvalið.

Áhugasamir hafi samband sem fyrst, ábendingar vel þegnar.
Með kveðju
Dóróthea Jónsdóttir
s. 864-3633
marina(hjá)marina.is


Bloggfærslur 6. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband