8.4.2008 | 22:26
Jóhannes Dagsson opnar myndlistasýninguna ,,Stöđumyndir" í DaLí Gallery laugardaginn 12. apríl kl. 17
Efniviđ sinn sćkir Jóhannes í tvö af fyrirferđarmeiri menningarfyrirbćrum liđinnar aldar, módernisma og fótbolta. Stöđumyndir er ellefta einkasýning Jóhannesar og á hann einnig ađ baki ţátttöku í fjölmörgum samsýningum.
Jóhannes lauk myndlistanámi frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1997 og námi í heimsspeki og bókmenntum frá Háskóla Íslands 2000. Síđan lá leiđ hans til Skotlands til listnáms í Edinburgh College of Art sem hann lauk áriđ 2002, en í dag stundar hann meistaranám í heimspeki viđ Háskóla Íslands.
Jóhannes fagnar nú tíu ára sýningarafmćli á ţessu ári en í september fyrir 10 árum hóf hann sýningarferil sinn á samsýningunni ,,Konur" í Safnahúsinu á Húsavík .
Sýningin ,,Stöđumyndir stendur til 27. apríl í DaLí Gallery á Akureyri og er sýningin opin föstudaga og laugardaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi.
Allir eru velkomnir
Kćr kveđja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
Brekkugata 9, 600 Akureyri
8957173 / 8697872
dagrunm(hjá)snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opiđ föstudaga og laugardaga kl.14-17
og eftir samkomulagi
8.4.2008 | 22:09
Hanny Ahern međ fyrirlestur og opna vinnustofu
Hanny Ahern dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins í Apríl.
Hún verđur međ fyrirlestur í Myndlistaskólanum á Akureyri ţann 9. april klukkan 13:00.
Einnig verđur hún međ opna vinnustofu 24. apríl 2008.
Hanny Ahern Has a BA from Bennington College In Vermont (US). She hales form Connecticut in the U.S. and is also a citizen of Ireland were she like to spend time as part of the theme tat she finds herself in cold wet weather frequently.
Prior to arriving at the guest studio Hanny was Living and working in London drawing in a rather traditional way at the princes drawing school. In the past she has worked with many mediums to describe her own visual cosmos. Mostly she prefers to use cleaning and domestic products as a way to shift the mundane into the magical. While here in Akureyri where Hanny is delighted to be, she will be rethinking to discover her long term goal of working in many ways to see and use visual arts as research as well as means of making and simulating beauty of the natural world. She asks if it is not only materials surrounding us.. are images enough? Perhaps sound? Hanny is excited to be in Iceland and about the possibities of mankind.
8.4.2008 | 21:55
Anna Richardsdóttir međ gjörning hjá Norđurorku
Veriđ velkomin á alheimshreingjörning og myndlistarsýningu, Laugardagskvöldiđ 12. apríl kl. 20:30
Anna Richardsdóttir flytur gjörning í samvinnu viđ: Kristján Edelstein, Wolfgang Sahr, Ţorbjörgu Halldórsdóttur, Brynhildi Kristinsdóttur og Jónu Hlíf Halldórsdóttur. Gjörningurinn verđur fluttur í bílageymslu viđ Norđurorku, Rangárvöllum. Keyrt inn um járnhliđiđ.
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir opnar sýningu á nýjum handţrykktum tréristum á bókasafni Háskólans á Akureyri laugardaginn 12. apríl kl. 14.00 17:00.
Sýningin mun standa til 16. maí nćstkomandi
Í verkum sínum fjallar hún um höfuđprýđi Íslands, hálendiđ og jöklanna sem hćgt og bítandi bráđna og renna út í sandinn.
Sveinbjörg útskrifađist frá kennaradeild Myndlista- og handíđaskóla Íslands 1978 og aftur frá málaradeild sama skóla 1992. Hún var einnig viđ nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur 1986-1990.
Frá árinu 1992 hefur Sveinbjörg veriđ međ eigin vinnustofu. Í dag rekur hún vinnustofu og sýningarađstöđu í Svartfugli og Hvítspóa ásamt Önnu Gunnarsdóttur í miđbć Akureyrar.
Sveinbjörg á ađ baki 11 einkasýningar og fjölda samsýninga heima og erlendis.
Hún er félagi í grafíkfélaginu Íslensk Grafík og Sambandi íslenskra myndlistarmanna, SÍM.
Sveinbjörg er einnig međlimur í dönsku grafíksamtökunum Fyns Grafiske Vćrksted í Óđinsvéum.
Sveinbjörg var valin bćjarlistamađur Akureyrar 2004 og listamađur Stíls 2007- 2008.
Bókasafn Háskólans á Akureyri er opiđ alla virka daga frá 8:00 18:00 og á laugardögum frá 12:00 15:00. Eftir 10. maí er einungis opiđ virka daga frá 8:00-16:00
Allir eru velkomnir
8.4.2008 | 09:14
Föstudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu: Hrafnkell Sigurđsson í nítján ár
Hrafnkell Sigurđsson myndlistarmađur, mun flytja fyrirlestur um list sína í Ketilhúsinu á Akureyri föstudaginn 11. apríl, kl 14.50.
Dagskráin er hluti af Fyrirlestrum á vordögum, sem eru fjórir fyrirlestrar um efni sem tengjast listum og menningu. Ţeir eru skipulagđir af kennurum á listnámsbraut skólans í samvinnu viđ Listasafniđ á Akureyri og Menningarmiđstöđina í Grófargili.
Hrafnkell Sigurđsson hlaut sjónlistarverđlaunin 2007 fyrir verk sitt Áhöfn og fyrir innsetninguna Athafnasvćđi.
Í verkum sínum fjallar Hrafnkell um tengsl náttúru og manns. Ţar spinnast saman ţćttir úr rómantík og módernisma sem á stundum vísa til ritúala. Hiđ skíra yfirbragđ sem virkar í fyrstu fjarlćgjandi gefur verkunum nálćgđ. Yfirborđ umhverfist í innri heima og í međförum listamannsins breytist óreiđan í samhverfu. Hin rómantíska sýn á hiđ upphafna sem einkennist af samfellu ógnar og heillunar tekst á viđ hiđ hversagslega sem birtist í formi líkamans, en hann er hvorttveggja í senn, fulltrúi óreiđu og jafnvćgis.
Hrafnkell var einn af stofnendum listframleiđslufyrirtćkisins Oxsmá ţar sem hann var rokksöngvari ţar til starfsemin var lögđ niđur í kringum 1985.
Fyrirlesturinn mun standa í um eina klukkustund.
Ađgangur er ókeypis.
Allir velkomnir
Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, Listasafniđ á Akureyri og Menningarmiđstöđina í Grófargili.