23.4.2008 | 22:14
Fólk óskast í Deigluna
Vegna fyrirhugaðar sýningar Guðrúnar Veru Hjartardóttur í Deiglunni á laugardaginn kemur óskum við eftir fólki til þátttöku í myndbandsupptöku á föstudaginn. Meiningin er að hóa saman 25- 50 manns í Deigluna föstudaginn 25. apríl milli klukkan 12-12.30 og felst upptakan í því að sitja í tröppunum og leika áhorfendur í ca.10-15 mín.
Við hlökkum til og vonumst til að sjá sem flesta.
Við hlökkum til og vonumst til að sjá sem flesta.
23.4.2008 | 21:45
Listsýning 15+1 í Ketilhúsinu
Árleg útskriftarsýning nemenda af Listnámsbraut VMA verður opnuð í Ketilhúsinu föstudaginn 25. apríl klukkan 20:00. Sýningin verður svo opin laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. apríl klukkan 13: til 18:00.
23.4.2008 | 09:04
Opin Gestavinnustofa á laugardag
TRACES, MISTAKES AND LEFTOVERS
L I M B O
Laugardaginn 26. april verður HANNY AHERN með opna Gestavinnustofu frá 18:00-22:00
Allir velkomnir
Gestavinnustofa Gilfélagsins