Samstarfsverkefni við Brasilíu

250px-Brasilia_night Menningaráætlun ESB auglýsir eftir umsóknum vegna samstarfsverkefna sem gerast utan Evrópu. Að þessu sinni er skilyrði að verkefnið tengist Brasilíu.  Hægt er að sækja um allt að 200.000 evrur. Þá er skilyrði að verkefnið sé unnið í samstarfi við a.m.k. þrjár aðrar evrópuþjóðir fyrir utan Brasílíu. Allar nánari upplýsingar og umsóknargögn er hægt að nálgast á eftirfarandi vefslóð:

http://eacea.ec.europa.eu/culture/calls2008/strand_1_3/index_en.htm

Skilafrestur umókna er 1. júní 2008

Menningaráætlun ESB / The European Union's Culture Programme
Upplýsingaþjónusta menningaráætlunar ESB / Cultural Contact Point Iceland
Túngata 14, 101 Reykjavik, Iceland
+354 562 63 88
email: info@evropumenning.is
www.evropumenning.is

Listamiðstöðin Nes á Skagaströnd

hyrnan

Stofnfundur Ness listamiðstöðvar var haldinn á Skagaströnd fimmtudaginn 6. mars og voru stofnendur sveitarfélagið Skagaströnd og Byggðastofnun. Stofnunin leggur félaginu til fasteignina að Fjörubraut 8 á Skagaströnd, en þar var áður rekin fiskvinnsla. Þar verður nú rekin alþjóðleg listamiðstöð með gestavinnustofum fyrir innlenda og erlenda listamenn og fjölskyldur þeirra. Í samstarfi við þá listamenn sem dvelja tímabundið í Nesi sem og aðra verður í náinni framtíð sýningarhald og kynning á menningu og hvers konar listum. Jafnfram verður lögð áhersla á samvinnu við starfandi félög listamanna í landinu svo sem SÍM og BÍL, en allir liðsmenn þeirra samtaka geta sótt um dvöl í gestavinnustofunum.

Fyrsti umsóknarfrestur til dvalar í listavinnustofunni verður 15. apríl næstkomandi fyrir tímabilið frá júní 2008 til mars 2009. Umsóknir vera í fyrstu afgreiddar í samvinnu við SÍM – Samband Íslenskra Myndlistarmanna og fyrsti umsóknarfrestur er 15.apríl n.k fyrir 1-6 mánaða tímabil. Seinni umsóknarfrestur ársins er 1. september 2008. Verð fyrir mánaðar dvöl er frá 40.000 - 65.000 krónum. Innifalið í verðinu er herbergi eða íbúð, með sameiginlegu eldhúsi og baði, ásamt vinnustofu. Í boði eru herbergi fyrir einstaklinga sem og íbúðir fyrir listamenn með fjölskyldur þeirra. Gestalistamenn sjá sjálfir um ferðir og uppihald.
Nes listamiðstöð verður vígð á sjómannadaginn 31. maí og eru allir melimir SÍM og BÍL velkomnir á opnunarhátíðina. Frá og með þeim degi koma jafnframt fyrstu listamennirnir til mánaðar dvalar eða lengur. Stjórn Ness mun því þurfa að láta hendur standa fram úr ermum næstu mánuði til að vel megi takast að taka á móti listamönnunum.
 
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á www.neslist.is


Norrænir menningarsjóðir

Næsti umsóknarfrestur Norræna menningarsjóðsins er 1. apríl.
Næsti umsóknarfrestur Dansk-íslenska samstarfssjóðsins er 15. apríl.

Athugið að umsóknarfrestur Menntaáætlunar Nordplus er framlengdur til 21. apríl. Sjá www.ask.hi.is

Nánari upplýsingar veitir:


María Jónsdóttir
Forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons(hjá)akureyri.is
www.akmennt.is/nu

Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000  Fax: 462 7007


Bloggfærslur 26. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband