Jón Laxdal Halldórsson
Úr formsmiðju
01.03.2008 - 05.09.2008
Velkomin á opnun laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14
Karólína Restaurant // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
ÚR FORMSMIÐJU
Laugardaginn 1ta mars kl.14.00 verður skipt um myndir á Karólínu Restaurant. Í stað mynda Brynhildar Kristinsdóttur hengir Jón Laxdal Halldórsson upp nokkur klippþrykk eða þrykkklipp frá árinu 1992 þegar formsmiðja hans var hvað afkastamest.
Á skörinni hanga svo þrjár ögn stærri gamaldags klippimyndir sem eru frumgerðir formanna niðri. Auk þess verða, gestum til gamans og umþenkingingar, borin fram nokkur spakmæla og teiknimyndatrog alveg ný á nálinni.
Allir hjartanlega velkomnir
Sýningin á Karólínu Restaurant stendur í sex mánuði eða til 5. september 2008.
Laugardaginn 1. mars klukkan 14 opnar einnig sýning Unnar Óttarsdóttur á Café Karólínu.
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
26.2.2008 | 12:48
Páskaævintýri á Akureyri
Tilkynning frá Akureyrarstofu:
Nú endurtökum við leikinn frá því um síðustu páska með því að kynna úrval hverskonar viðburða og uppákoma undir heitinu Páskaævintýri á Akureyri. Má sem dæmi nefna tónleika, listviðburði, leiksýningar og íþróttamót.
Akureyri er mikill páskabær og það vill Akureyrarstofa undirstrika með Páskaævintýrinu sem er samheiti yfir viðburði og uppákomur sem eiga sér stað um páskana. Markmiðið er að gera Páskaævintýri að árlegum viðburði, þannig að úr verði dagskrá sem geri Akureyringum, sem og gestum bæjarins kleift að nálgast á einum stað upplýsingar um páskana á Akureyri.
Kaupmenn, listamenn, íþróttafélög, áhugamannasamtök, skólar, söfn, gallerí, veitingahús, fyrirtæki, kórar, kirkju, kvenfélög og allir sem ætla að gæða bæinn lífi og gleði um páskana eru hvattir til að senda upplýsingar á netfangið akureyrarstofa@akureyri.is og er þátttakan er öllum að kostnaðarlausu.
Páskaævintýrið hefst 14. mars og stendur til 24. mars og verður auglýst víða.
Dagskrá Páskaævintýris verður að finna í heild sinni á ferðamannavef Akureyrarbæjar visitakureyri.is Þeir sem vilja taka þátt eru hvattir til að senda upplýsingar um viðburðinn sem fyrst eða fyrir 4. mars, þar sem fram kemur lýsing á viðburði, stað og stund.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 00:57
"Karlmenn eru svín" í Populus tremula
KARLMENN ERU SVÍN
Gamli elgur
MÁLVERKASÝNING
Föstudaginn 29. febrúar kl. 21:00 mun Gamli elgur, betur þekktur undir nafninu Helgi Þórsson, opnar málverkasýninguna Karlmenn eru svín í Populus tremula þar sem hann sýnir glæný olíumálverk.
Sýningin verður opnuð með pompi og prakt þar sem einvala lið hljóðfæraleikara mun spila nokkur lög og malpokar verða leyfðir.
Einnig opið laugardaginn 1. mars og sunnudaginn 2. mars frá kl. 14:00-17:00.
Aðeins þessi eina helgi.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 00:17
Georg Óskar sýnir Finnlandsverk í Deiglunni

Georg Óskar Manúelsson, 2. árs nemi við Myndlistarskólann á Akureyri, opnar sýningu þann 1. mars næstkomandi í Deiglunni. Sýnir hann verk sem hann gerði er hann dvaldist í Finnlandi. Þar stundaði hann skiptinám við Lahti University of Applied Sciences veturinn 2007. Einnig sýnir hann verk sem hann vann að lokinni dvölinni.
Sýningin verður opnuð klukkan 15 laugardaginn 1. mars og er aðeins opin þessa einu helgi.