Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum

greenlogo Umsóknarfrestur er til 7. mars 2008, póststimpill gildir.

Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna:
   * myndlistarsýningar
   * vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
   * annars myndlistarverkefnis

Sömu skilyrði gilda um Ferðasjóð Muggs og Mugg,  auk þess eru skilyrði um að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.

Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu
1. apríl  2008 til 30. september 2008  Úthlutun fer fram eftir miðjan mars 2008.

Til að geta fengið úthlutun úr Muggi og/eða Ferðasjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun.
Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir og ferðastyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga. Ferðastyrkir eru veittir í formi flugmiða, ekki peninga, ekki er hægt að endurgreiða keypta miða.

Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.

Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.

Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar vel.  Sækja þarf um á sér eyðublaði fyrir hvorn sjóð.

Umsóknareyðublöð, stofnskrár beggja sjóðanna og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM. Nánari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM, sim(hjá)simnet.is, s. 551 1346

Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 7. mars 2008, póststimpill gildir.
Úthlutað verður úr báðum sjóðunum samtímis.

Unnur Óttarsdóttir opnar sýninguna "Póstkona" á Café Karólínu

Unnur Óttarsdóttir

Póstkona

01.03.08 - 04.04.08 

Velkomin á opnun laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14 

Café Karólína // www.karolina.is

Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14 opnar Unnur Óttarsdóttir sýninguna "Póstkona", á Café Karólínu á Akureyri.


Unnur Guðrún Óttarsdóttir útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2007. Hún er meðlimur í Grálistahópnum. Unnur hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en þetta er önnur einkasýning hennar.

Póstur og póstmódernismi koma við sögu á sýningunni „Póstkona”. Í póstmódernismanum er oft vitnað í eldri verk og þau sett í nýtt samhengi. Hið gamla og hið nýja mætist og kallast á þar sem sígildum verkum og nýjum er skeytt saman. Voru konurnar sem sátu fyrir hjá klassískum listmálurum fyrir nokkur hundruð árum e.t.v. sáttari við líkama sinn en við nútímakonurnar sem margar viljum vera svo grannar að við næstum hverfum?

Verkin á sýningunni voru send með pósti sem er ein leið til að senda skilaboð á milli manna. Nú á tímum hefur veraldarvefurinn opnað ótal leiðir til samskipta. Hvaða áhrif hefur netið á tengsl okkar hvert við annað og eigin líkama? Ein samskiptaleiðin á netinu er bloggið.
Hluti af sýningunni er bloggsíðan www.unnurottarsdottir.blogspot.com þar sem tækifæri gefst til að sjá sýnishorn af sýningunni. Einnig eru öllum frjáls tjáskipti þar með bloggi um sýninguna, sjálfsmynd nútímakonunnar, konulíkamann, list í nútíð og fortíð og tilveruna almennt.
 

Nánari upplýsingar veitir Unnur í ugo(hjá)mmedia.is
 

Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. apríl, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 1. mars, klukkan 14.  

Á sama tíma opnar Jón Laxdal nýja sýningu á Karólínu Restaurant.

Næstu sýningar á Café Karólínu: 

05.04.08-02.05.08    Guðmundur R Lúðvíksson

03.05.08-13.06.08    Kjartan Sigtryggsson

14.06.08-04.07.08    Arnar Ómarsson

05.07.08-01.08.08    Vilhelm Jónsson

02.08.08-05.09.08    Margeir Sigurðsson

06.09.08-03.10.08    Sigurlín M. Grétarsdóttir

04.10.08-31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst

01.11.08-05.12.08    Þorsteinn Gíslason

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Bloggfærslur 25. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband