Emma Agneta opnar myndlistarsýningu í Populus Tremula

Emma-WEB 

MIKIÐ UMLEIKIS Í POPULUS TREMULA 5.-7. DESEMBER!


ÉG TRÚI Á TRÉ

Emma Agneta Björgvinsdóttir

MYNDLISTARSÝNING


Laugardaginn 6. desember kl. 14:00 mun Emma Agneta Björgvinsdóttir opna
myndlistarsýningu í Populus Tremula.

Sýningin ber yfirskriftina *ÉG TRÚI Á TRÉ* og er lokaverkefni Emmu af
myndlistarkjörsviði Listnámsbrautar VMA. Emma sýnir stórar trésristur í
expressioniskum stíl.



Sýningin er einnig opin sunnudaginn 7. desember frá 14:00-17:00. Aðeins
þessi eina helgi.

---

*FÓSTURVÍSUR*

*Gréta Kristín Ómarsdóttir*

*BÓKMENNTAKVÖLD OG BÓKARÚTGÁFA*



Föstudaginn 5. desember kl. 20:30 verður haldið bókmenntakvöld í Populus
tremula.

Þar mun Gréta Kristín Ómarsdóttir lesa úr bók sinni, *FÓSTURVÍSUR*, sem
kemur út á vegum Populus tremula við þetta tækifæri.

FÓSTURVÍSUR er fyrsta ljóðabók Grétu – gefin út í 100 tölusettum og árituðum
eintökum og fæst á staðnum gegn vægu gjaldi eins og aðrar bækur og
hljómplata útgáfunnar.

Húsið verður opnað kl. 20:00. – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir



*BEATE- OG HELGABÚÐ*

*Beate Stormo og Helgi Þórsson*

*JÓLABÚÐ UM HELGAR Í DESEMBER*



Beate og Helgi verða niðursetningar mánaðarins í Populus tremula í desember.
Þar verða þau með allan sinn varning til sölu – allt meira og minna
heimagert. Kjólar, slár, bækur, sokkar, plötur, hálsfestar, giðlur, trommur,
málverk og eldsmíðað járn svo dæmi séu tekin.



Opið verður um helgarnar 6. og 7. des. og 13. og 14. des. og svo 20.-23.
des. kl. 13:00-18:00.


Frá 13. desember verða Kristnesk jólatré og greinar til sölu.

Af öryggisástæðum taka þau þau Helgi og Beate engin kort (nema jólakort).


Beate og Helgi munu deila Populus tremula með öðrum listamönnum eftir
aðstæðum.
 


Auglýst eftir myndlistarmönnum til þátttöku í sýningu í Hellisskógi við Selfoss

FERJUSTAÐUR

Myndlistarsýning í Hellisskógi við Selfoss sumarið 2009.

Auglýst er eftir myndlistarmönnum til þátttöku.



Valdir verða 10 myndlistarmenn á sýninguna fyrir 10. janúar 2009.

Gert er ráð fyrir að greitt verði fyrir þátttökuna.

Tekið verður á móti umsóknum til 20. desember 2008.

Sjá nánar á http://www.ferjustadur.is


Umsjón með sýningunni hefur Alda Sigurðardóttir myndlistarmaður.

Sýningin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.


Bloggfærslur 2. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband